Lýsi frati á íslenskt réttarkerfi

Ég ætla bara að hafa hér stór orð um það hvað mér misbýður íslenskt réttarkerfi.  Réttarvitund minni er stórlega misboðið þegar kemur að meðferð kynferðisbrotamála hér á landi.  Þegar tekin var ákvörðun, að því er virðist, með einu pennastriki að þyngja dóma í fíkniefnamálum sagði enginn neitt.  Vilji er allt sem þarf!  Skilaboðin sem mæður og dætur þessa samfélags fá frá réttarkerfinu er sorgleg. 

Ekki er svosem hægt að halda því fram að ákæruvaldið sé mjög árangursríkt apparat heldur.

Þeir kunningjar mínir sem starfa og hafa starfað lengi hjá lögreglunni segja mér að megnið af yfirstjórn lögreglunnar sé handónýt.

Lögreglustöðinni í Hafnarfirði hefur verið lokað og að ég held á ýmsum fleiri stöðum líka.  Miðstýring er málið hjá núverandi yfirvöldum en slíku fyrirkomulagi hefur verið líkt við ástandið í Þýskalandi á dögum Gestapo.  Lögreglumönnum pr. íbúa hefur fækkað og ástandið í miðbænum á nóttunni um helgar minnir helst á Kosovo(án þess að ég hafi komið þangað).

Ætli það sé ekki kominn tími til að dómsmálaráðherra fari að gera eitthvað annað og annar aðili fundinn til að stýra þessum málaflokki.  Sá tími getur ekki komið of fljótt að mínu mati.


mbl.is Kærum fjölgar, dómum ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þar sem þú ert stjórnmálafræðingur tel ég mér óhætt setja fram mína skoðun öfgalaust og þú skiljir hvað ég á við.

1. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar var fasistastjórn

2. Núverandi dómsmálaráðherra er fasisti

3. Ríkislögreglustjóri er fasisti.

Þetta er næg skýring.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 31.8.2008 kl. 11:57

2 identicon

Þetta má kalla að lýsa freti en ekki frati. Hvernig væri að rökstyðja sínar fullyrðingar frekar en tala í hálfkveðnum vísum, ágiskunum og sögusögnum.

padre (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Mér finnst ég ekki þurfa að rökstyðja skoðanir mínar á mínu eigin bloggi og því síður fyrir nafnlausu fólki en bendi á að ég hef áður fjallað um skoðun mína á Útlendingastofnun sem er líka á forræði dómsmálaráðherra.

Hér er grein eftir Sunnu Logadóttur sem er blaðamaður á mbl. sem ber heitið: "Hvað er að dómskerfinu hér á landi?" og nægir að nefna Baugsmálið, en ég ætla samt líka að nefna olíusamráðsmálið, til rökstuðnings skoðun minni á ákæruvaldinu.

Hinar athugasemdirnar eru svona mátulega málefnalegar...kannski eins og færslan mín, en aftur..., hver og einn hefur rétt á sinni skoðun!

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 31.8.2008 kl. 13:45

4 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Þessi málaflokkur er AFAR vandasamur og mjög rík ástæða til að fara vandlega í öll þessi mál.  Það er eflaust engin ein ástæða fyrir því að málum er háttað eins og raun ber vitni í dag.  Ég er er ekki vön að taka svona djúpt til orða en mér er verulega misboðið.  Eitthvað er að klikka, svo mikið er ljóst og ábyrgð þeirra sem stýra málaflokknum er mikil.  Það þarf að bretta upp ermar.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 31.8.2008 kl. 14:35

5 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Gæti erfið sönnunarbyrði ekki verið hluti af skýringunni á því hvers vegna kærum fjölgar en dómum ekki þ.e. að það sé einfaldlega erfiðara fyrir ákæruvaldið að sanna gjörninginn í kynferðisbrotamálum heldur en öðrum málum.

Ég er ekki tilbúinn til þess að kenna réttarkerfinu um. Og það sem að þessi blessaði maður Kristján Sigurður hefur fram að færa lýsir meira honum heldur en nokkru öðru Dómarar geta ekki og eiga ekki að dæma mann nema að það sé hafið yfir allann skynsamlegan vafa að hann sé sekur. Þið viljið ekki láta dæma ykkur bara af því að það sé líklegt að þið séu sek. Lausnin á þessum vanda gæti verið að skipta sönnunarbyrðinni milli ákæruvalds og þess sem að er ákærður. Þá þarf hinn ákærði að sýna fram á að hann sé ekki sá seki í málinu fyrir dómi.

Jóhann Pétur Pétursson, 31.8.2008 kl. 15:39

6 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Ég hef heyrt þetta sönunarbyrðarþvaður í mörg ár og kaupi það ekki að hér á landi þurfi sönnunarbyrði að vera flóknari en annarsstaðar.   Það er heimild fyrir jafn þungum fangelsisdómum vegna nauðgana og fyrir morð. Refsiramminn í þessum málaflokki er ekki nýttur. Þegar í dómsorði stendur að maður sé fundinn sekur um hrottalega glæpi gagnvart mörgum konum og að hann eigi sér engar málsbætur en fær engu að síður einungis 5 ára fangelsisdóm er mér bara stórlega misboðið.  Tillaga Jóhanns Péturs um að skipta sönnunarbyrðinni milli ákæruvalds og hins ákærða, er áhugaverð.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 31.8.2008 kl. 17:30

7 identicon

Ég er þér svo hjartanlega sammála Sigurlaug bæði með færsluna og að þú þurfir ekki að rökstyðja þínar skoðanir!

Það er alveg ljóst að dómar í nauðgunarmálum eru hlægilegir og þá er nóg fyrir þennan Björn Heimi og Jóhann Pétur að lesa sér betur til um það. Konur og börn sem verða fyrir kynferðislegum glæpum eiga það yfir höfði sér að verða niðurlægðar enn frekar við yfirheyrslur því að sönnunarbyrgði þarf að vera góð.

Börn eru með gott ímyndunarafl en að lýsa hvers kyns kynferðislegum athöfnum sem jafnvel fjölskyldumeðlimur hefur haft við þau koma ekki úr ímyndunarheimi barna.

 "Það er gott að nauðga á Íslandi" alla vegana minna "riskí" en að flytja inn eiturlyf.

 Er farin að pústa......

Sigga Lísa (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 20:16

8 identicon

jajaja

Ætla ekki að þrasa við ókunnuga svo ég læt hér staðar numið.

Sigga Lísa (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 22:30

9 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Ég held að umræðan sé komin hér á villigötur.  Það er auðvitað enginn að tala um að dæma saklaust fólk í fangelsi og sannarlega þarf það að vera staðfest.

Sönnunarbyrðin er eitt mál, meðferð fórnarlamba, rannsókn mála, aðhlynning og aðstoð við fórnarlömb og fjölskyldur þeirra og greiðslur skaðabóta til þeirra er annað.

Það sem ég er að tala um er að meira að segja þegar sekt er sönnuð að þá sé afgreiðsla mála kerfinu til skammar og dómar eru mjög léttvægir.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 1.9.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband