Hallar undan fæti - ætli Lúðvík nái 6. sætinu?

Lúðvík Geirsson finnur að það er farið að halla undan fæti hjá honum.  Varnarbaráttan er hafin.  Staða sveitarfélagsins er afleit.  Ráðuneyti sveitarstjórnarmála er með fjármál Hafnarfjarðar undir smásjánni.  Flestar gjaldskrár hafa hækkað, áfram er ausið fé í íþróttamannvirki þrátt fyrir loforð um að fresta framkvæmdum og verja grunnþjónustu.

Nú ætlar Lúðvík að kúga íbúa Hafnarfjarðar til þess að leyfa sér að vera bæjarstjóra eitt kjörtímabil í viðbót í hreinum meirihluta.  Hann býður sig fram í 6. sætið og ef Samfylkingin fær 6 menn inn í bæjarstjórn hafa þeir hreinan meirihluta.  Lúðvík nennir greinilega ekki að hafa annann flokk með sér í meirihluta í bæjarstjórn og vill ekki þurfa að semja við neinn.  Hann er orðinn vanur því að ráða ferðinni, nema stundum fær Gunnar Svavarsson að ráða líka. 

Gunnar hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur.  Þeir félagar og fóstbræður hafa brallað ýmislegt í gegn um tíðina, m.a. vildu þeir komast á þing.  Gunnari tókst það en Lúðvík ekki.  Þegar Gunnar ákvað að gefa ekki kost á sér aftur í prófkjöri eftir að gengið var fram hjá honum við skipan ráðherraembætta bauð Lúðvík sig fram í oddvitasætið í SV- kjördæmi.  Þá gekk sú saga að þeir félagarnir ætluðu að hafa stólaskipti.  Lúðvík færi á þing en Gunnar yrði bæjarstjóri í Hafnarfirði.  Þeir hafa náð ágætis árangri í pólitík félagarnir en greinilega hafa þeir misreiknað sig eitthvað þarna og jafnvel ofmetið stöðu sína.   Flokksfélagar þeirra í Samfylkingunni hafa haft aðra skoðun á þessum fyrirætlunum, því þetta gekk ekki upp hjá þeim.

Nú verður spennandi að sjá hvort flokksmenn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði treysta Lúðvíki til þess að verða bæjarstjóri í Hafnarfirði enn eitt kjörtímabilið þrátt fyrir ákvarðanafælni hans og skelfilega fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins.

Ef Lúðvík vill raunverulega standa með verkum sínum, af hverju vill hann þá ekki halda þeim 7 mönnum sem þeir hafa núna í bæjarstjórn?  Mér sýnist Lúðvík reikna með því að missa amk einn mann í næstu kosningum. 

Vonandi missir Samfylkingin a.m.k. 2 menn í næstu bæjarstjórnarkosningum.  Þannig öðlast Hafnfirðingar von um að einveldi Lúðvíks (og Gunnars) ljúki og lýðræði komist aftur á að nýju í Hafnarfirði.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka prófkjör í Hafnarfirði 30. janúar 2010.  Þá mun koma í ljós hvaða öflugu einstaklingar munu skipa framboðslista Sjálfstæðisflokksins, tilbúnir að glíma við þá döpru stöðu  sem sveitarfélagið okkar er komið í og gefa Hafnfirðingum von um betri tíð.

 

 


mbl.is Lúðvík í baráttusætið í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Án þess að sé sé að verja afleita fjárhagsstjórn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði þá vil ég benda þér á að Lúðvík hefði komist inn á þing ef hann hefði viljað það. Í prófkjöri Samfylkingarinnar náði hann öruggu þingsæti þó svo að hann næði ekki þeim árangri sem hann stefndi að. Hann lét þá færa sig niður í baráttusæti og vantaði ekki mikið upp á að hann kæmist á þing þrátt fyrir það. Eins efast ég stórlega um þessar samsæriskenningar þínar um þá Lúðvík og Gunnar.

Ég tel það alveg deginum ljósara að Samfylkingin mun tapa í það minnsta einum fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjaðar í vor. Það broslega við sigra Samfylkingarinnar í kosningum undanfarin kjörtímabil er ekki sú að bæjarbúar séu svo ánægðir með þá. Heldur er um að kenna arfaslökum frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins. Það er barasta vonandi að íhaldið í firðinum, nái nú að setja saman almennilega framboðslista svo að maður geti í það minnsta hugsað sér að kjósa þá. Að öðrum kosti sitjum við uppi með kratanna eina í bæjarstjórn enn eitt kjörtímabilið.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 14:20

2 identicon

Spurt er: Er það bara kallað lýðræði þegar að sjálfstæðisflokkurinn nær meirihluta í kosningum. Ef meirihluti Hafnfirðingar kýs annan flokk en íhaldið er það þá einveldi? Í hvað stjórnmálafræðibókmenntum finnur maður þessum vísindum stað. Er það í bréfaskóla Hannesar Hólmsteins?

Árni Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 14:50

3 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

@ Sigurður: skora á þig að taka þátt í að velja á framboðslista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, mæta á fundi hjá okkur og hvetja frambærilegt fólk til þátttöku!  www.hafnarfjordur.xd.is

@Árni: Það er ekki það að hafa hreinan meirihluta sem ég kalla einveldi.  Ég bjó ekki til kenningarnar um stólaskiptaáform Gunnars og Lúðvíks.  Þær getur maður fundið hér og hér og hér og miklu víðar.  Ef það er eitthvað til í þeim þá verður bara að segjast eins og er,  þetta voru mjög einræðislegir tilburðir!

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 24.11.2009 kl. 15:38

4 identicon

"Vonandi missir Samfylkingin a.m.k. 2 menn í næstu bæjarstjórnarkosningum.  Þannig öðlast Hafnfirðingar von um að einveldi Lúðvíks (og Gunnars) ljúki og lýðræði komist aftur á að nýju í Hafnarfirði" skrifar þú og gengur síðan út frá einhvejum hlutum sem ekki áttu sér stað  sbr stólaskipti? Samfylkingin fékk hreinan meirihluta í síðustu bæjarstjórnarkosningum hvað svo sem okkur kann að finnast um það  og það átti sér stað í lýðræðislegm kosningum - einhverjir tilburðir kjörinna fulltrúa "í stólamálum" hafa ekkert með það að gera og ef svo er þá er vísast til "einveldi" víðar en í Hafnarfiriðnum - ekki satt    

Árni Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 16:32

5 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Ég trúi stólakenningunni og lái mér hver sem vill.  Það er ekki hreini meirihlutinn sem ég byggi orð mín á, ég útskýrði þetta fyrir þér áðan....

Fólk tekur þátt í stjórnmálum til þess að taka leggja sitt af mörkum til þess samfélags sem það býr í, móta stefnu og hafa áhrif.  Í stjórnmálaflokka kemur fólk saman með sömu stefnu til þess að vinna henni brautargengi. Besta leiðin til þess að gera það er í meirihluta.  Það getur ekki verið neitt athugavert við að vilja ná markmiðum sínum og vilja betra samfélag.  Ef Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði vilja ná markmiðum sínum sem snúast um að búa til sem best samfélag fyrir Hafnfirðinga þá þýðir það það að við þurfum að fá kjörna fleiri bæjarfulltrúa.  Þar af leiðir að aðrir flokkar fá færri bæjarfulltrúa.  Þannig er þessi leikur bara.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 24.11.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband