19.9.2007 | 16:00
Vonbrigði á vonbrigði ofan
Dómar í kynferðisbrotamálum á Íslandi eru fáránlegir. Ég leyfi mér að fullyrða að dómar í þessum málaflokki séu langt frá réttarvitund almennings og þannig bregst Hæstiréttur Íslands íbúum landsins. Mér líður a.m.k. þannig að ég treysti Hæstarétti ekki til þess að framfylgja því sem mér finnst vera réttlæti.
Þegar starfsmenn réttarvörslukerfissins eru spurðir út í þessa dóma kemur löng romsa um það að þetta séu erfið mál að meðhöndla og alltaf sé bara orð á móti orði og ástand fólks oft slæmt og svo er líka verið að horfa til dómahefðar. Það þýðir að ekki er hægt að dæma mann í dag í lengra fangelsi fyrir sambærilegt brot heldur en annar maður hefur áður verið dæmdur fyrir.
Þegar mönnum tók að misbjóða ástandið í fíkniefnaheiminum virtist vera hægt að kollvarpa dómahefðinni og á einum degi (nánast) og voru dómar þyngdir verulega í þeim málaflokki. Ég spyr því: hvers vegna er ekki hægt að gera það í þessum málaflokki?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.