Ikea er málið

Við í fjölskyldunni vorum ægilega ánægð með það að Ikea flutti í nágrennið okkar og ætluðum að fara OFT þangað bæði til að leika okkur, versla og borða. 

Eitthvað förum við nú minna en til stóð en engu að síður er alltaf gaman að koma í Ikea..  Þegar það er að verða kertalaust heima hjá mér er kominn tími á Ikea ferð.

Kjötbollurnar draga okkur líka í Ikea, yfirleitt ekki til að borða þær þar heldur til að kaupa þær frosnar, eiga í frystinum og elda heima.  Ekki spillir að lesa um að þær hafi komið svona vel út í könnun Neytendablaðsins í Svíþjóð.  Ég held að Svíar geri miklar kröfur til innihalds í matvælum.  En 84% segir allt sem segja þarf.


mbl.is Ikea-kjötbollurnar eru án efa sænskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er gott framtak hjá IKEA að vera með 101% kjötbollur!!! 84% svínakjöt og 17% fita og algjörlega kolvetnasnauðar. Kannski ná Svíarnir þessum gæðabollum með því að blanda í þær -1% kolvetni?

 
... en skítt með það, bollurnar eru góðar

Pýþagóras (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 22:00

2 identicon

Einhvern tíma heyrði ég að Ikea bollurnar væru framleiddar í Noregi !!!

Ertan (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 23:07

3 identicon

Ég tel það vera kjötbollunum til hróss að það séu engin kolvetni í þeim.  Við borðum kartöflur með þeim og þá er fjölbreytninni náð.  Það er amk betra en að borða bæði kartöflumjöl og kartöflur, ekki satt?

101% kjötbollur er eitthvað sem blaðamaður mbl.is þarf að svara fyrir

Sigurlaug Anna (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband