13.12.2007 | 09:11
Ekki gott
Þetta er ástæða þess að ég skrifaði grein í Fjarðarpóstinn fyrir 2 vikum síðan. Fyrir viku síðan birtist á sama vettvangi svar formanns Fræðsluráðs Hafnarfjarðar.
Þar sér formaðurinn ástæðu til að nefna að ég hafi fyrir 2 árum síðan verið í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði, eins og það skipti einhverju máli. Ég skrifaði greinina í mínu nafni en ritstjóri Fjarðarpóstsins skrifaði undir að ég væri í foreldrafélagi Lækjarskóla. Sem er alveg rétt. Ég gegni ýmsum hlutverkum í lífinu í fortíð og nútíð en þar með fyrirgeri ég varla rétti mínum á að vera einstaklingur og móðir fyrst og fremst.
Af svarinu að dæma sýnist mér ekki búið að ákveða það með hvaða hætti þetta á að vera í Hafnarfirði. Þó er ég aðeins upplýstari um stöðuna í þessum málum, í svarinu voru ágætar upplýsingar fyrir foreldra og eflaust skólastjórnendur í Hafnarfirði sem ekki höfðu komið fram áður.
Svar formannsins er á þá leið að við öll eigum að borga, ekki bara sveitarfélagið heldur foreldrarnir að hluta til líka. Ef það er niðurstaðan þá verður framið lögbrot í Hafnarfirði.
Þó að málið sé óþægilegt fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði hljóta fræðsluyfirvöld að gera sér grein fyrir því að það þarf að takast á við þetta mál og setja það í einhvern farveg. Þau eru að minnsta kosti ekki yfir það hafin að svara fyrirspurnum foreldra.
Ólögleg gjaldtaka skólanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Facebook
Athugasemdir
Talandi sem móðir en ekki kennari þá er ég alveg til í að taka þátt í lögbrotum með því að borga fyrir börnin mín bæði í vettvangsferðir jafnt sem aðrar ferðir. Í dag í fréttablaðinu þá skrifar maður (man ekki nafnið og nenni ekki fram í eldhús að tékka á því) grein þar sem hann mótmælir því að borga 5000 kr. í sjóð/foreldrafélag sem á að nota til þess að gera eitthvað skemmtilegt fyrir krakkana. Fólk kaupir ýmsa hluti fyrir sjálft sig án þess að spyrja spurninga en oft þegar kostnaður lítur að börnum þá setur fólk spurningamerki!
Lögbrot og ekki lögbrot....who gives....
ps. grein þessi átti ekki að vera málefnaleg heldur frá hjartanum:D
Sigga Lísa (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 16:01
Þú hlýtur að vera að grínast? Er það fyrirmyndin sem við ætlum að setja börnunum okkar? Eru það skilaboðin sem þau eiga að fá að ef maður er ekki sammála lögum þá má maður bara brjóta þau?? Það er hugmyndafræði sem ég kvitta aldrei uppá. Lög eru lög og þeim bera að framfylgja, þetta er ekkert flóknara.
Ég ímynda mér að þessi lög séu svona til að tryggja að efnaminni foreldrar þurfi ekki að líða fjárhagslega fyrir skyldunám barna sinna. Það er í anda vinstristefnunnar. Ef foreldrar vilja veita börnum sínum eitthvað þá gera þau það í sínum frítíma og saman sem fjölskylda. Ef hins vegar foreldrum finnst að lögin eigi að vera einhvern vegin öðruvísi (sem er reyndar mín skoðun) þá verður að þrýsta á um breytingar á lögunum. Ekki bara brjóta þau!!!
Sigurlaug Anna (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 20:27
Nú verð ég að vera sammála Sigurlaugu. Lögin eru ekki til að brjóta þau. Það er slæmt þegar við hin almennu gerum það en það er ennþá verra þegar opinberar stofnanir gera það. Sjálfur er ég andsnúinn þessum lögum eins og Sigurlaugu hefur nú sennilega grunað en það verður samt að fara eftir þeim þar til þeim verður breytt. Þessi lög koma til með að bitna á börnunum og stuðla að færri ferðum, sérstaklega í fámennari sveitarfélögum þar sem hverri krónu þarf að velta fyrir sér. Það er slæmt. En fræðslan sem börnin okkar fá á ekki að felast í því að það sé í lagi að brjóta lög sem við erum ekki sammála. Og hana nú!
Örvar Már Marteinsson, 14.12.2007 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.