7.3.2008 | 12:01
Foreldrarölt
Foreldrar eru mjög ólíkir og er það eitt af því sem gerir foreldrasamstarfið svona skemmtilegt er að maður er alltaf að heyra nýjar skoðanir og hliðar á málum sem mér hefði aldrei dottið í hug.
Sumir foreldrar ofvernda börnin sín og hafa skoðanir á öllu á meðan aðrir eru alveg máttlausir.
Ég var á fundi í skólanum í gærkvöldi og tók þar til máls forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar sem ræddi m.a. um foreldraröltið. Mér fannst mjög gaman að heyra hann svara spurningunni sem ég hef svo oft heyrt en aldrei skilið viðhorf þeirra sem spyrja svona: Af hverju á ég að vera úti að rölta til að passa annarra manna börn þegar mín börn eru bara heima......??
Hann sýndi fram á með tölfræði að glæpir, innbrot, vímuefnaneysla, reykingar og áfengisneysla hrapar í þeim hverfum þar sem foreldrarölt er virkt.
Þó börnin mín séu ekki úti að þvælast á kvöldin finnst mér það góð tilfinning að sýna samfélagslega ábyrgð og ganga um hverfið. Mig munar ekkert um það og það er fínasta heilsubót. Dætur mínar sjá að foreldrar eru úti á foreldrarölti sem segir þeim að það þýðir nú lítið að vera að þvælast úti. Þ.a.l. reikna ég ekki með að þær haldi að það sé spennandi möguleiki. Þannig finnst mér ég slá margar flugur í einu höggi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Facebook
Athugasemdir
Vá hvað ég er sammála þér. Við hjónin förum reglulega á röltið í hverfinu og þá er frumburðurinn ávallt heima og passar systur sínar. Hún er nú reyndar heima flest kvöld og lítið áhyggjuefni en ég er viss um að þetta er rétt hjá þér og við erum jú fyrst og fremst fyrirmyndir barna okkar. Mér hefur nú líka fundist þetta hressandi og skemmtilegir göngutúrar með nágranna hjónum okkar þar sem við spáum og spegúlerum í nágreninu
Edda Sveinsdóttir, 7.3.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.