ókurteisi

Ég fer venjulega um miðjan dag að versla í matinn af því að ég get forðast örtröðina sem myndast seinnipart dags í flestum matvöruverslunum.

Í gær fór ég hins vegar kl. 17.30 sem er greinilega háannatími í Bónus í Hafnarfirði.

Í rólegheitunum var ég að skoða servíettur þegar ég finn að það er keyrt á mig með innkaupakerru.  Mér brá dálítið og lít snöggt við.  Þar var fullorðinn maður og átti ég von á því að hann segði afsakaðu eða eitthvað í þá áttina.  Nei það var ekki aldeilis, heldur sagði hann:  "ég þarf að komast fram hjá þér"... og hélt sína leið.  Ég var svo gapandi hissa en tókst samt að stynja uppúr mér: "já en þá biður maður fólk að færa sig, maður keyrir ekki bara á það"!  Þá sneri karlinn bara upp á sig og sagði:  "ég meiddi þig nú ekkert" og við það var hann farinn.

Ég er enn gapandi!!!Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband