Allt of langdregið

Forval flokkana í BNA er allt of langt ferli, það er ekki nokkur leið að halda áhuga heimsins á þessu máli gangandi í heilt ár, svo mikill er áhugi á stjórnmálum ekki almennt.  Að minnsta kosti ekki í McDonaldslandi, svo mikið er víst!

Það skiptir líka máli fyrir demókrata að fara að slíðra sverðin og snúa bökum saman ef hið endanlega markmið á að nást sem er að vinna forsetakosningarnar í nóvember.

Mér sýnist smám saman vera að fjara undan Hillary og hún að leggja árar í bát. Eiginmaður hennar hefur heldur betur verið til trafala í baráttunni og andstæðingurinn gríðarsterkur.  

Það er talað um Condoleezu Rice sem varaforsetaefni McCains og yrðu þau án efa gríðarlega sterkur dúett sem einungis enn sterkeri dúett getur unnið.  Það næst bara ef Hillary og Obama snúa bökum saman, að mínu mati.  Ég er enn þeirrar skoðunar að það sé heiminum fyrir bestu að Obama flytji í Hvíta húsið í janúar. 

 


mbl.is Clinton segir að Obama geti orðið forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Nokkuð mikið rétt hjá þér frænka kær. Ég held þau ættu að snúa bökum saman, og gaman væri að fá blökkumann í Hvítahúsið, þó ég vilji líka sjá Hillary þar.... Kv. Mjöllin;)

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 21.4.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband