22.4.2008 | 20:13
Yndisleg Akureyri
Fjölskyldan skrapp norður yfir heiðar sl. helgi. Ég ætla að sleppa því að monta mig af veðrinu sem við fengum því það mun bara hljóma eins og lygasaga.
Við hittum frábært fólk á Akureyri og þökkum kærlega fyrir okkur Ingvar, Fjóla og börn og Guðmundur og Margrét. Við vorum svo heppin að vera boðið í vinnustofu/verslun Margrétar sem er kona Guðmundar vinar míns og skólafélaga, en hún og systir hennar eru frábærar listakonur. Ég stenst ég ekki mátið að setja hér link á heimasíður þeirra. Hér er síða Margrétar sem hefur aðsetur á Akureyri og hér er síða Maríu systur hennar sem ég hef reyndar aldrei hitt, bara séð nokkrar myndir eftir hana. Hún býr rétt hjá Flórens á Ítalíu en nokkrar af myndum hennar eru í vinnstofu/verslun Margrétar.
Annars tók bóndinn minn þátt í þrekmeistaranum á laugardaginn og var það svona megin ástæðan fyrir ferðinni auk þess sem við erum farin að fara árlega til Akureyrar á skíði en að þessu sinni við hreint ótrúlegar aðstæður, aftur ætla ég að sleppa öllum lýsingum sem munu bara hljóma eins og lygi/mont.......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En gaman að heyra, hvernig gekk svo karlinum??
Ég sé á myndunum að þú hefur fengið sömu blíðuna og ég þegar ég um seinustu helgi var á fullu með ungt par frá Ameríku ( vini Lovísu Drafnar, sem hún kynntist í London ). En við keyrðum gullna hringinn og fleira flott frá föstudegi til sunnudags í ótrúlega fallegu veðri. Heyrumst sæta
Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 23.4.2008 kl. 12:45
Nú á að fara að snjóa á Akureyri! Það er bara spurning um að rjúka norður á skíði.
Ég er pínu öfundsjúkur út í ykkur fyrir þessa ferð. Við slepptum Akureyri þetta árið.
Örvar Már Marteinsson, 28.4.2008 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.