Útlendingastofnun

ég ætla að gera orð Jónasar Kristjánssonar á www.jonas.is að mínum, nema kannski að því undanskildu að mér finnst ekki að stofnunin eigi að fara burt, hún á bara að starfa öðruvísi.

"Stofnunin með steinhjartað
Samkvæmt vefnum eru 28 starfsmenn hjá Útlendingastofnun. Þeir starfa ekki, því að stofnunin segir bara nei. Til þess þarf ekki 28 starfsmenn. Hún notar þrönga túlkun lagarammans til að segja nei. Ekkert nema nei. Hún skilar ekki einu sinni umsögnum. Notar ekki undanþágur, sem leyfðar eru í lögum. Jafnframt er hún spillt, ef ráðherra þarf prívatþjónustu fyrir sig, samanber Jónínu Bjartmarz. Útlendingastofnun er ekki málefnaleg stofnun, sem ráðherra getur haft sér til skjóls. Er sérhönnuð fyrir Björn Bjarnason, starfar í samræmi við steinhjarta hans. Burt með stofnunina og ráðherrann."


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband