21.8.2008 | 14:34
Landsskipulag - epli og appelsínur
Eftir því sem ég kemst næst er 10. greininni í frumvarpinu um skipulagslög ætlað að gefa ríkisvaldinu ákvörðunarvald yfir stóriðju og virkjanamálum á Íslandi. Skipulagsvaldið er alfarið á hendi sveitarfélaganna og sýnist mörgum að illa stödd sveitarfélög úti á landi eigi ekki að taka jafn afdrifaríkar ákvarðanir sem varða þjóðina alla.
Því er ég sammála, það er ófært að ríkisvaldið geri samninga á alþjóðavettvangi sem það hefur svo engin verkfæri til að standa við.
Samband sveitarfélaga hefur lagst gegn 10. greininni í frumvarpinu sem varðar landsskipulag og er því málið strand í þingflokkum ríkisstjórnarflokkana.
það er alveg hægt að skilja að sveitarfélögin vilji ekki láta frá sér skipulagsvaldið yfir sínum eigin haga.
En ég velti því fyrir mér hvort ekki sé verið að blanda saman eplum og appelsínum hér. Ef það er loftið sem ríkisvaldið vill ráða yfir þá er ég ekki endilega viss um að það sé túnið sem það þarf að setja undir sína lögsögu.
Ríkisvaldið vill ráða yfir eplunum og sveitarfélögin appelsínunum. Þetta ætti vel að vera mögulegt. Mér dettur í hug að verkfærið losunarheimildir og heilbrigðiseftirlit sem úthlutar kvótum og er á forræði ríkisstjórnarinnar geti tryggt farsælan feril þessara mála.
Stór mál á stuttu þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Facebook
Athugasemdir
Góð grein og athyglisverð.
Jakob Falur Kristinsson, 21.8.2008 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.