Furðuleg umræða

Það er merkileg undirskriftasöfnunin sem hefur átt sér stað í Hafnarfirði undanfarna mánuði.  Þar skorar fólk á bæjaryfirvöld að  leyfa bæjarbúum að kjósa um það að fyrirtæki eitt í bænum skuli stækka. 

Ég velti því fyrir mér hvort að ég ætti ekki bara, ef mér finndist Fjarðarkaup bara ekki nógu stór búð sem skilaði ekki nógu miklum tekjum inn í sveitarfélagið, að byrja að safna undirskriftum um það að Fjarðarkaup ætti að stækka amk um helming.  Ég myndi svo ná tilskildum árangri með undirskriftarsöfnuninni skv. reglum um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar þannig að bæjarstjórinn myndi láta kjósa um málið í almennri atkvæðagreiðslu sem myndi kosta bæjarbúaa svona c.a. 30 milljónir.  Og ef bæjarbúar kæmust að þeirri niðurstöðu í atkvæðagreiðslunni að þessi verslun væri bara helmingi of lítil þá myndi herra bæjarstjóri skipa Fjarðarkaupsfjölskyldunni að nú yrðu þeir að gjöra svo vel og stækka búðina um helming því bæjarbúar væru búnir að kjósa um það og þannig skuli það vera!

Heimsmarkaðsverð á áli hríðfellur, Landsvirkjun getur ekki fengið fjármagn til að fara í þær virkjanir sem þarf til að skaffa orku í stækkað álver og Rio Tinto er að draga saman seglin.

Straumsvík hefur hvorki orku né rekstrarlegar forsendur til að fara í stækkun álversins og því er málið sjálfdautt. 

 


mbl.is Sól í Straumi íhugar framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband