8.2.2009 | 20:56
Magnað!
Þetta er orðið svo klikkað að maður veltir því fyrir sér hvort Ísland sé í alvörunni vestrænt lýðræðisríki???
Mig grunar að bréf Jóhönnu fari á skjön við allar stjórnsýslureglur og venjulega stjórnarhætti. Davíð getur eflaust setið þarna í svörtuloftum eins og klessa næsta árið eða svo og hann getur eflaust fært rök fyrir því að hann hafi ekki brotið af sér í starfi.
Hann getur, ef hann vill, verið í málaferlum næstu mánuðina og gert ríkistjórninni og þjóðinni það mjög erfitt og dýrt að losna við hann.
Pólitískar stöðuveitingar eru gríðarlegt böl sem hefur nú birst í sinni alverstu mynd. Ég vona að stjórnmálamenn læri af þessari reynslu!!
Það sem hann og margir aðrir þurfa að skilja er að það eru ekki venjulegar aðstæður á Íslandi í dag og það sem áður hefði þótt eðlilegt er það ekki endilega lengur. Það er viðfangsefnið, þjóðin vill uppgjör við allt og alla sem kom henni í þá stöðu sem hún er í í dag.
Ég sá einhversstaðar skrifað að Íslendingar þyrftu að fara að haga sér eins og hér hefðu orðið náttúruhamfarir. Ég tek undir það. Það þarf að nást sátt um það að við leggjumst öll á árarnar og gerum okkar besta til að horfa fram á við, hjálpast að og sýna mátt okkar og megin næstu mánuðina og jafnvel næstu árin. Nú ríður á að Íslendingar sýni hvað í þeim býr.
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2009 kl. 10:46 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru náttúruhamfarir.
Offari, 8.2.2009 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.