Allt í loft upp

Hvaða vitræna fyrirkomulag getur komið út úr öllum þessum pælingum um breytingar?

Eftir því sem mér sýnist, stendur vilji til þess að breyta stjórnarskrá fyrir kosningar núna.  Eftir kosningar á að setja á fót stjórnlagaþing sem hefur það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá.  Samkvæmt þessari frétt á að breyta kosningalögum og opna á að flokkar ráði því hvort þeir bjóði upp á persónukjör.

Sumir tala um að þingræðið hafi ekki gefist okkur vel og horfa hýru auga til Bandaríkjanna þar sem forsetaræði er og það telja einhverjir lýðræðislegra en þingræðið sem við búum við á Íslandi.

 Mergur málsins er að stjórnarfar ríkja er ekki eins og sælgætisbar í matvöruverslun þar sem hægt er að tína út svona kúlur og svona lakkrís og búið til þinn eigin kokteil.

Það er ástæðulaust að láta kerfið verða svo mikla hlussu að enginn geti haggað við því en þegar um slíkar grunnreglur samfélaga er rætt ber að nálgast málið af varfærni og virðingu.

Ég er ekki viss um að núverandi ríkisstjórn hafi stjórn á hraðlestinni sem hún stýrir, mér sýnist hún komna með allt of stóran farm um borð og allt of marga farþega.  Það kann ekki góðri lukku að stýra.


mbl.is Von á frumvarpi um kosningalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband