Sannfæring vinstriflokkanna

Ég er ein af þeim sjálfstæðismönnum sem finnst lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina að ganga til samningaviðræðna við ESB.  Ég sé enga framtíð í þessu landi án viðskipta og trúverðugleika við umheiminn með fjármögnunar og lánamöguleikum erlendis.  Það er ljóst að krónan er ónýt, það virðast menn vera sammála um meira að segja þeir sem sjá rautt yfir ESB.

Ástæðan fyrir því að einhliða upptaka annarar myntar kemst ekki á dagskrá og þessir "einhverjir aðrir" möguleikar eru ekki til umræðu er sú að það ERU ENGIR aðrir möguleikar í stöðunni. 

Allir færustu hagfræðingar sem Ísland á og ekki var hlustað á í aðdraganda hrunsins eru nú sammála um að aðildarviðræður við ESB séu EINA leiðin.  Einhliða upptaka myntar er ekki möguleiki.  Þetta þarf þjóðin að fara að skilja og hætta að veifa þjóðfánanum og hætta að kæfa okkur úr fiskifýlu og kúamykju!!!

Ef Samfylkingunni er einhver alvara með þessari Evrópusannfæringu sinni þarf hún að keyra í gegn um þingið breytingu á stjórnarskránni varðandi breytingar á stjórnarskránni.  Þetta er grafalvarlegt mál eins og Benedikt Jóhannesson skrifaði um í gær í Vísbendingu og í Morgunblaðinu.

Það er ljóst að í Sjálfstæðisflokknum er töluvert af fólki sem er ósátt við Evrópuniðurstöðuna sem fékkst á landsfundi.  Mikið af þessu fólki mun af þessari ástæðu, og eflaust einhverjum fleiri, ekki geta hugsað sér að kjósa flokkinn.  Ef Samfylkingin ætlar sé eitthvað af þessu fylgi þarf hún að vera trúverðug í málinu.

Ég skora á alla þá sem kunna að vera sammála því að Ísland sæki um aðild að ESB og hefji aðildarviðræður skrái sig á:  www.sammala.is


mbl.is Stjórnarskrá ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær pistill hjá þér. Það eru margir Sjálfstæðismenn sama sinnis og þú sem geta ekki hugsað sér að kjósa flokkinn vegna þessa máls.

Það er alvarlegt mál fyrir þjóðina ef ekki á að athuga aðild að ESB. Ég skil ekki þessa hræðslu að við missum fullveldi okkar. Er gjaldþrota þjóð fullvalda?

Ína (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 11:10

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þegar einhver segir "eina leiðin er ..." skaltu hætta að hlusta. Það er sama hvernig staðan eru, það eru alltaf fleiri en einn kostur í boði.

Svo er líka þjóðráð að kynna sér öll mál sjálfur, eins og kostur er. Ekki láta duga að hlusta á það sem stjórnmálamenn og sérfræðingar segja.

Fyrir rúmu ári var ég á því að innganga í ESB gæti verið skref til heilla. Ég ákvað að kynna mér málin sjálfur og pældi í gegnum grunnsamninga ESB og heilan haug af ítarefni. Nú er ég algerlega frábitinn inngöngu.

Ef Lissabon samningurinn verður lögtekinn höfum við nákvæmlega ekkert til ESB að sækja. Því miður eru þær miklu breytingar sem þar eru boðaðar alveg útundan í umræðunni.

Haraldur Hansson, 17.4.2009 kl. 12:59

3 identicon

Haraldur

Ef ég hlustaði á þig væri ég sennilega dauður.

Hefur þú vaknaðu upp í alelda herbergi með engum glugga og engu til að slökkva með og eina leiðin út eru dyrnar!

Einn sem hefur fylgst með ESB í 18 ár og þróuninni þar!

Örn A (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 13:40

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Örn: Það ER gluggi á herberginu, þá bara sérð hann ekki.

OK, ég skil hvað þú ert að fara. Ef það er bjargföst skoðun þín að ástandið sé svo skuggalagt að það jafnist á við alelda herbergi með einni útgönguleið, þá verður þú að fá að hafa þá skoðun. Ég deili henni ekki með þér. Ég er sannfærður um að það séu til aðrir kostir og betri en að einangra Ísland í ESB.

Haraldur Hansson, 17.4.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband