Eru listamannastyrkir forgangsverkefni hjá Hafnarfjarðarbæ?

Í opnu bréfi sem ég skrifað til Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra Hafnarfjarðar í Fjarðarpóstinum 12. febrúar sl. spurði ég ýmissa spurninga um fjármál Hafnarfjarðarbæjar.  Í svari frá bæjarstjóranum viku síðar kemur fram að það sé sami vandinn sem heimilin standi frammi fyrir og sveitarfélögin s.s. lækkandi tekjur og þ.a.l. lækkandi skatttekjur hjá sveitarfélögum.  Við því segir Lúðvík m.a. að hagræða þurfi í grunnskólum bæjarins og líka, "til að mæta þessum tekjusamdrætti verður að draga saman í útgjöldum og hagræða sem mest má."

Nú áðan átti ég leið um heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar þar sem tilkynnt er að "Hafnarfjarðarbær mun þann 1. júní útnefna bæjarlistamann og veita tvo hvatningarstyrki til listamanna." 

Nú spyr ég: er þetta það sem Lúðvík Geirsson kallar að "draga saman í útgjöldum og hagræða sem mest má"??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Alveg klárlega ;-)

Og svona í alvöru, þá held ég að hann trúi því sjálfur. Hann hefur örugglega hlakkað svakalega til í að útnefna einhvern bæjarvin og deila smá pening. Enda stutt í kosningar!

Reynir Jóhannesson, 4.5.2009 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband