Lífsspursmál fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu

Leiðari Financial Times í gær segir allt sem segja þarf um Icesave samninginn og stöðuna sem Ísland er í. 

Maður getur velt því fyrir sér hverjar líkurnar séu á að Gordon Brown muni úr þessu mildast í afstöðu sinni til Íslendinga og muni hafa getu(pólitíska) og vilja til að semja aftur við okkur og í þetta sinn gefa meira eftir í málinu.  GB berst fyrir (ónýtu) pólitísku lífi sínu og þarf að sýna hörku.

Það sem hann mun geta gefið eftir í málinu (ef eitthvað) verður svo lítið að það mun engu muna.  Hins vegar verður kostnaðurinn af töfinni sem slíkt myndi valda okkur Íslendingum miklu hærri eins og Gylfi bendir á.  Atvinnulífið á Íslandi er að kafna og fari Icesave málinu ekki að ljúka er hætt við því að næsti vetur verði okkur mjög þungbær hér á landi.


mbl.is Komið fram yfir öll þolmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband