Hanna Birna fetar ótroðna slóð

Það er til marks um hugrekki, framtakssemi og lýðræðisáhuga Hönnu Birnu að hún þorir að fara út í að bjóða borgarbúum uppá þátttöku í mótun fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar.

Nýlega lýsti hún því hvernig starfsfólk borgarinnar var kallað að borðinu til þess að koma með niðurskurðartillögur og tóku þúsundir starfsmanna þátt í því verkefni með góðum árangri.  Nú ætlar borgin að ganga enn lengra og bjóða íbúum að borðinu.

Það er ekki auðvelt að skera niður útgjöld sveitarfélaganna eins og þau þurfa allflest að gera núna.  Staða þeirra var veik fyrir og því ekki úr miklu að moða.  Um það verður tæplega hægt að ræða við ríkisvaldið að færa aukna tekjustofna til sveitarfélaganna eins og nú stendur á.

Það er mjög athyglisvert að Reykjavíkurborg skuli stíga þetta skref og verður jafnvel enn athyglisverðara að sjá hvort borgarbúar hafi nægilega mikinn áhuga og nægilega mikinn samstarfsvilja til að koma að málinu með borgaryfirvöldum, með opnum huga.


mbl.is Borgarbúar geti tekið þátt í mótun fjárhagsáætlunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hanna Birna er lognið eftir stormana. Vaxandi kona.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.9.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband