2.10.2009 | 11:49
Ruslatunnan mín
Ég bý í tvíbýlishúsi. Það eru 2 ruslatunnur fyrir utan húsið. Önnur sem tilheyrir mér (og minni fjölskyldu) og hin tilheyrir efri hæðinni. Þar búa pólskir leigjendur.
Um daginn hvarf önnur ruslatunnan sporlaust. Eftir nokkra daga fór okkur að undrast um hana en hún var hvergi í sjónmáli. Þegar ruslið var farið að flæða út um allt hringdi maðurinn minn í Hafnarfjarðabæ til að spyrja um ruslatunnumál.
Þar var honum sagt að tunnan hefði verið tekin af því hún brotnaði þ.e. sá hluti hennar sem ruslafyrirtækið krækir á ruslabílinn til að sturta úr henni og að við þyrftum að borga 7.500 kr. til að fá nýja ruslatunnu. Ruslatunnan lét undan álagi við tæmingu og við þurfum að borga....
Nú vaknar spurningin, var þetta ruslatunnan mín sem brotnaði eða hæðarinnar fyrir ofan?? Það er alveg ljóst að við fáum aldrei pólsku leigendurna á efri hæðinni til að taka þátt í þessum kostnaði. Þeir stilla bara ruslinu upp við hliðina á þessari einu ruslatunnu sem eftir er þegar hún er orðin full.
Svo langar mig að vita þegar ég verð búin að borga 7.500 krónur, á ég þá ruslatunnuna? Mætti ég þá mála hana bleika ef ég vil og fara með hana ef ég flyt? Á ég þá ruslatunnuna?
Sveitafélagið rukkar báða eignarhluta hússins áfram um full sorphirðugjöld þrátt fyrir að við höfum helmingi færri ílát til að setja ruslið í.
Það er amk ljóst að við skemmdum ekki ruslatunnuna heldur ruslastarfsmennirnir og ruslabíllinn. Samt þurfum við að borga, bæði fyrir nýja ruslatunnu og sorphirðugjöld en líklega munum við ekkert eiga í nýju ruslatunnunni þegar hún kemur. Furðulegt system.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég veit um fólk sem fer með sorpið sitt í gáma hér og þar, frekar en að borga uppsett gjöld.
Marta Gunnarsdóttir, 2.10.2009 kl. 12:03
hmmm dísús en undarlegt mál! Skil það vel að þú veltir þessu fyrir þér... Finnst samt að þú ættir að mála hana bleika og sjá hvað gerist... :-)
Mjöll Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 15:43
Bleika??????????
Come on!
Örvar Már Marteinsson, 7.10.2009 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.