Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.7.2009 | 09:49
Þegar Davíð vildi sækja um aðild að ESB - hvernig stjórnmálaflokkur ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að vera?
Í bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fra 1990: Arvet från Thingvellir er tilvitnun í Davíð Oddsson sem þá var borgarstjóri á bls. 69: "Enligt min mening blir emellertid var största politiska utmaning under de kommande åren hur vi bevakar våra egna intressen i en foränderlig värld; vi måsta anpassa oss till det faktum att merparten av vår handel sker på länderna i EG; jag har offentligen forespråkat att vi skall ansoka om medlemskap. Vårt mål måste vara en sund och växande ekonomi, en stabil valuta och en vital privat sektor."
Það er alþekkt að mismunandi skoðanir á málum voru ekki liðnar innan Sjálfstæðisflokksins í valdatíð Davíðs Oddssonar. Þegar hann tók við formennsku í flokknum hafði ríkt óreiða í landsmálapólitíkinni og flokkurinn talaði út og suður. Mikillar þreytu var tekið að gæta meðal landsmanna sem og flokksmanna og var því fagnað að Davíð skyldi koma aga og skikk á málin.
Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og söguna þekkja menn.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum var í sögulegu lágmarki. Atvinnulífið finnur sig ekki lengur heima í flokknum og óánægja flokksmanna víða mikil. Mikið af þessu á rætur í Evrópuafstöðu flokksins. Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi í Evrópumálum var vægast sagt til skammar og hræðslan við Evrópu innan flokksins er óskiljanleg.
Það sýnir styrkleika Sjálfstæðisflokksins að varaformaðurinn þorir að greiða atkvæði í þessu máli samkvæmt sinni sannfæringu.
Það eru breyttir tímar í stjórnmálum í dag. Muni Sjálfstæðisflokkurinn ekki skilja þá kröfu og bregðast við henni verður hann áfram í kring um 20% flokkur sem engu mun ráða í íslenskum stjórnmálum.
Staða Þorgerðar Katrínar veikist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.6.2009 | 11:29
Veruleiki íslenskra foreldra
Þegar skólaárið er 180 skóladagar á ári (til kl. 13) og virkir dagar ársins eru c.a. 280. Það þýðir að það eru 100 virkir dagar á ári sem börnin eru ekki í skólanum.
Sumarfrí vinnandi fólks eru 24 virkir dagar, það skilur eftir sig 76 virka daga á ári sem fólk þarf að finna lausnir á því hvað skal gera við blessuð börnin..... Það eru 15 venjulegar vinnuvikur eða tæplega 4 mánuðir.
Smart system ekki satt??
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 12:58
Flott PR
Án þess að viti neitt um almannatengsl þá sýnist mér hér vera á ferðinni dæmi um vel heppnuð almannatengsl.
Hér er greint frá máli, að því er mér sýnist áður en blaðamenn komast á snoðir um það sjálfir, öllum mögulegum og jafnvel ómögulegum spurningum svarað, sem vaknað getað í kjölfarið, og hægt væri að slúðra um, í einni og sömu fréttinni og málið er dautt.
Unnustinn gekkst undir aðgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2009 | 11:21
kostir og gallar
Krafan árið 2009 er sú að allur almenningur fái að hafa meiri og raunverulegri áhrif á þá sem fara með stjórn samfélagsins. Það er djúpstæð og skiljanleg óánægja í samfélaginu með það hvernig haldið hefur verið á málum.
Persónukjör er tilraun til þess að koma til móts við þessar óskir fólks. Þessi leið er ein af mörgum sem hægt er að fara og vissulega áhugaverð. Fólk verður að átta sig á því að hið fullkomna lýðræði er ekki til. Allar leiðir sem mönnum hafa látið sér detta í hug hafa kosti og galla.
Einn kosturinn við þessa aðferð er að dýnamíkin í prófkjörunum færist inn í kosningabaráttuna sem virkjar þá ansi marga sem annars hefðu setið heima. Annar kostur er sá að einungis þeir og allir þeir sem ætla að kjósa viðkomandi lista fá tækifæri til að hafa áhrif á röð fulltrúanna. Þriðji kosturinn er sá að allir frambjóðendurnir sitja við sama borðið, bæði í málefnavinnu (sem getur líka verið galli) sem og í tengslum við að koma sér á framfæri. Mögulega þurfa flokkarnir að standa sig enn betur í að koma frambjóðendum sínum á framfæri með sameiginlegum prófkjörsvef, blaðaútgáfu og kynningarfundum. Fjórði kosturinn gæti verið að þetta komi í veg fyrir að flokkarnir fari í sárum og klofnir í kosningabaráttu þar sem einhverjir fari skarðir frá borði, eins og gerist í prófkjörum.
Ókostirnir eru líka einhverjir t.d. eins og áður sagði varðandi málefnavinnuna. Ég velti því fyrir mér hver á að hafa síðasta orðið varðandi stefnumótunina fari svo að menn séu ekki sammála. Þar sem forystuendurnýjun er væntanleg er enginn leiðtogi í kosningabaráttunni. Líklegt er að flokksskrifstofan verði frekar tómleg þar sem frambjóðendurnir verða uppteknir við að koma sjálfum sér á framfæri og jafnvel í slag hver við annann. Það er líka hægt að sjá fyrir sér vandræðaganginn við að ákveða hver eigi t.d. að mæta í sjónvarpsviðtöl fh. flokkana sem eru jú í kosningabaráttu. Þá sé ég líka fyrir ákveðin vandræði fólgin í því að vilji menn spyrja um árangur flokksins sem hefur verið við stjórnvölin á síðasta kjörtímabili en fáir af þeim í framboði. Þá er hætt við því að lítið verði um svör og ábyrgðin þar með takmörkuð.
Einhver hætta gæti verið á því í fyrsta umgang að fólk væri hrætt við að ógilda atkvæðaseðlana sína þar sem það áttaði sig ekki á því hvernig ætti að fylla þá út. Það gæti orðið til þess að það yrðu ekki allir sem númeruðu við nöfnin á kjörseðlinum heldur krossuðu bara við listabókstaf.
Að þessu öllu þarf að huga og því fyrr því betra. Ég get sagt frá því að við í Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði erum þegar farin að huga að því hvernig við sjáum fyrir okkur næsta vetur. Persónukjör er töluverð breyting á því fyrirkomulagi sem stjórnmálamenn þekkja og hefur ýmsa vikla sem menn eru ekki farnir að hugsa sig í gegn um.
Vangaveltur Halldórs Halldórssonar um tilraunasveitarfélög finnst mér hljóma skynsamlega. Á sumum stöðum gæti verið heppilegra að prufukeyra þetta en annarsstaðar. En að blanda rafrænum kosningum við í hrærigrautinn finnst mér full langt gengið. Ég hef ekki trú á því að menn muni vilja blanda þessu saman.
Sveitarstjórnarmenn vilja persónukjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2009 | 10:15
Eru listamannastyrkir forgangsverkefni hjá Hafnarfjarðarbæ?
Í opnu bréfi sem ég skrifað til Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra Hafnarfjarðar í Fjarðarpóstinum 12. febrúar sl. spurði ég ýmissa spurninga um fjármál Hafnarfjarðarbæjar. Í svari frá bæjarstjóranum viku síðar kemur fram að það sé sami vandinn sem heimilin standi frammi fyrir og sveitarfélögin s.s. lækkandi tekjur og þ.a.l. lækkandi skatttekjur hjá sveitarfélögum. Við því segir Lúðvík m.a. að hagræða þurfi í grunnskólum bæjarins og líka, "til að mæta þessum tekjusamdrætti verður að draga saman í útgjöldum og hagræða sem mest má."
Nú áðan átti ég leið um heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar þar sem tilkynnt er að "Hafnarfjarðarbær mun þann 1. júní útnefna bæjarlistamann og veita tvo hvatningarstyrki til listamanna."
Nú spyr ég: er þetta það sem Lúðvík Geirsson kallar að "draga saman í útgjöldum og hagræða sem mest má"??
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2009 | 17:44
Kosningakerfið og misvægi atkvæða
Á Alþingi Íslendinga eru 63 þingmenn, af þeim eru 53 kjördæmakjörnir og 10 uppbótarþingmenn.
Þessir 63 þingmenn skiptast þannig að SV kjördæmi hefur 12 þingmenn, NV 9 þingmenn, RN + RS 11 þingmenn hvort kjördæmi, NA með 10 þingmenn og S kjördæmi hefur 10 þingmenn.
Þingmannafjöldi kjördæmis fer eftir íbúafjölda kjördæmanna. Reglan er þannig að þegar íbúafjöldi eins kjördæmis verður helmingi meiri en íbúafjöldi einhvers annars kjördæmis á kjördegi Alþingiskosninga verður einn þingmaður færður frá því kjördæmi sem færri íbúa hefur til þess kjördæmis sem rúmlega helmingi fleiri íbúa hefur, í næstu Alþingiskosningum.
Það gerðist í síðustu kosningum, 25.apríl, að kjósendur í SV kjördæmi voru alls 58.203 en kjósendur í NV kjördæmi voru 21.294, sem sagt, gott betur en helmingi færri en í SV kjördæmi. Atkvæðið mitt sem kýs í SV kjördæmi er því meira en helmingi (2,05x) minna virði en Örnu og Örvars vina minna í NV kjördæmi.
Fulltrúar Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) voru hér á landi til þess að fylgjast með kosningunum. Gerðu þeir athugasemd við ójafnt atkvæðavægi hér á landi.
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur, ég held að hann hafi verið fulltrúum ÖSE innan handar hér á landi, flutti pistil á RÚV um hið ójafna atkvæðavægi, sem Egill Helgason setti á bloggið sitt í gær.
Þar segir Haukur frá því hvaða þingmenn hefðu komist á þing væri atkvæðavægið á landinu jafnt. Stuðst er við útreikninga kosningakerfisins að öðru leyti þ.e. uppbótarþingmannaútreikningnum haldið inni. Þetta er til gamans gert að sjálfsögðu.
Þessir þingmenn hefðu s.s. komist á þing væri atkvæðavægið jafnt á landinu:
Kolbrún Halldórsdóttir, Mörður Árnason, Lúðvík Geirsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Helga Sigrún Harðardóttir og Óli Björn Kárason.
Þessir þingmenn hefðu hins vegar þá ekki komist inn:
Unnur Brá Konráðsdóttir, Björn Valur Gíslason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Ólína Þorvarðardóttir og Ásmundur Einar Daðason.
Ef atkvæðavægið væri jafnt á Íslandi væru 16 þingmenn í SV kjördæmi, 12 þingmenn í RN og RS, 6 þingmenn í NV, 8 í NA og 9 í S.
Höfuðborgarsvæðið er sem sagt skv. þessum gamansömu pælingum, 6 þingmönnum fátækara og landsbyggðin 6 "stolnum" þingmönnum ríkari.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2009 | 09:38
"She needs some work"
sagði unglingsdóttir mín í gær þegar við horfðum í annað sinn á Susan á youtube með tárin í augunum.
Ég notaði að sjálfsögðu tækifærið og ræddi við dótturina um það af hverju henni þætti það alveg augljóst?? Af hverju Susan mætti ekki bara vera svona eins og hún er? Hún er yndisleg svona. Það er eitt af því sem er svo sorglegt við Íslendinga, það þurfa einhvernveginn allir að vera eins. Umburðarlyndið fyrir fjölbreytileikanum er mjög lítið og stutt í vandlætinguna og dómhörkuna. Þetta er eflaust svona víðar en á Íslandi. Vonandi breytist þetta með verðmætamatinu sem nú hlýtur að vera í endurskoðun hjá landanum.
Vinsælli en Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2009 | 10:59
Sannfæring vinstriflokkanna
Ég er ein af þeim sjálfstæðismönnum sem finnst lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina að ganga til samningaviðræðna við ESB. Ég sé enga framtíð í þessu landi án viðskipta og trúverðugleika við umheiminn með fjármögnunar og lánamöguleikum erlendis. Það er ljóst að krónan er ónýt, það virðast menn vera sammála um meira að segja þeir sem sjá rautt yfir ESB.
Ástæðan fyrir því að einhliða upptaka annarar myntar kemst ekki á dagskrá og þessir "einhverjir aðrir" möguleikar eru ekki til umræðu er sú að það ERU ENGIR aðrir möguleikar í stöðunni.
Allir færustu hagfræðingar sem Ísland á og ekki var hlustað á í aðdraganda hrunsins eru nú sammála um að aðildarviðræður við ESB séu EINA leiðin. Einhliða upptaka myntar er ekki möguleiki. Þetta þarf þjóðin að fara að skilja og hætta að veifa þjóðfánanum og hætta að kæfa okkur úr fiskifýlu og kúamykju!!!
Ef Samfylkingunni er einhver alvara með þessari Evrópusannfæringu sinni þarf hún að keyra í gegn um þingið breytingu á stjórnarskránni varðandi breytingar á stjórnarskránni. Þetta er grafalvarlegt mál eins og Benedikt Jóhannesson skrifaði um í gær í Vísbendingu og í Morgunblaðinu.
Það er ljóst að í Sjálfstæðisflokknum er töluvert af fólki sem er ósátt við Evrópuniðurstöðuna sem fékkst á landsfundi. Mikið af þessu fólki mun af þessari ástæðu, og eflaust einhverjum fleiri, ekki geta hugsað sér að kjósa flokkinn. Ef Samfylkingin ætlar sé eitthvað af þessu fylgi þarf hún að vera trúverðug í málinu.
Ég skora á alla þá sem kunna að vera sammála því að Ísland sæki um aðild að ESB og hefji aðildarviðræður skrái sig á: www.sammala.is
Stjórnarskrá ekki breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.4.2009 | 12:31
Löggjafarvaldið styrkist ekki þó ráðherrar segi af sér þingmennsku
Heldur þvert á móti mun framkvæmdavaldið eflast enn frekar á kostnað löggjafarvaldsins.
Það sem raunverulega gerist þegar þingmaður segir af sér þingmennsku til að gegna ráðherraembætti er það að stjórnarliðum (þingmönnum stjórnarflokkana) fjölgar sem nemur ráðherrafjöldanum því varamenn koma inn í þeirra stað. Minnihlutinn verður hlutfallslega minni í þingsalnum og hefur eftir sem áður engin önnur úrræði en að standa fyrir málþófi.
Ráðherrar þurfa eftir sem áður að flytja frumvörp sín í þinginu, svara fyrir frumvörpin og gerðir sínar, svara óundirbúnum fyrirspurnum í fyrirspurnartímum og verja þ.a.l. tíma sínum að töluverðu leyti á Alþingi.
Ef raunverulega á að styrkja löggjafarvaldið (sem ég tel að þurfi að gera) þarf að skýra þingræðið sem við búum við, en stjórnarskrá lýðveldisins Íslands má misskilja að þessu leyti auk þess sem gefa þyrfti minnihlutanum einhver úrræði eins og gert er t.d. í Danmörku.
Danska drottningin neitar ekki að skrifa undir lög sem samþykkt eru á danska þinginu enda er hreint þingræði í Danmörku. Minnihlutinn á danska þinginu hefur hins vegar þann neyðarhemil, hafi hann sannfæringu fyrir því að meirihlutinn ætli með mál í gegn þvert á vilja þjóðarinnar, að beita þjóðaratkvæðagreiðslum. Þegar réttinum til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur er fyrir komið hjá stjórnmálaflokkum á þingi en ekki einungis hjá þjóðinni með undirskriftasöfnunum er komin pólitísk ábyrgð á að framfylgja málum. Því mun minnihlutinn ekki beita nema vilja taka þann pólitíska slag. Heimildin í dönsku stjórnarskránni hefur aðeins einu sinni verið nýtt frá því stjórnarskráin var samþykkt 1953.
Krafa um aukið lýðræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2009 | 21:02
Framúrskarandi stjórnmálamaður
Framboðsræða Þorgerðar Katrínar til varaformanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn var besta ræða íslensk stjórnmálamanns sem ég hef nokkru sinni heyrt.
Það hefði mátt heyra saumnál detta í salnum meðan Þorgerður flutti mál sitt og víða sáust tár á hvörmum. Eftir ræðuna var staðið upp fyrir Þorgerði, klappað, brosað og blístrað. Hún hreinsaði út í öll horn og út úr öllum skápum í þessari ræðu. Þorgerður er einlæg, hlý, fluggreind, heiðarleg, dugleg og kraftmikil kona. Hún sýndi það og sannaði einu sinni enn að hún er einstakur stjórnmálamaður og að mínu mati sá besti sem Ísland á.
Þorgerður Katrín ræðumaður landsfundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |