viðbrögð við viðbrögðum

Ég var ekki alveg bún að ákveða að byrja að blogga en ákvað að prófa að senda frá mér síðustu færslu svona í tilraunaskyni.  Ég hafði ekki látið neinn vita um tilvist síðunnar og er því mjög skrítið að fá öll þessi viðbrögð og að sjá færsluna birta í Morgunblaðinu.  Þetta er skrítið en mjög gaman.  Fyrir áhugafólk um stjórnmál og almenna samfélagsumræðu sem fer út í það að blogga hlýtur markmiðið að vera að skapa umræðuvettvang fyrir skoðanir sínar.

Svona til að halda aðeins áfram með umræðuna síðan í gær langar mig að bæta þessu við:

Ég hef borið gæfu til þess að vera mikið heima með börnin mín og hef forgangsraðað þannig í mínu lífi.  Hinn veruleikinn sem ég lýsti í gær er þó mun algengari.  Fyrsta athugasemdin við blogginu síðan í gær er aðferð til að kæfa umræðuna í samviskubiti foreldra.  Umræðan á að mínu mati fullkomlega rétt á sér og ættum við ekki að láta slíkar upphrópanir kæfa hana.  Grunnskólinn er vinnustaður barnanna minna.   Þegar þau voru frá 2-5 ára stóð okkur til boða leikskólapláss allann daginn.  Meiga foreldrar bara vinna á meðan börnin eru 2-5 ára en ekki meðan þau eru 6-16 ára?

Önnur athugasemd sem ég fékk var á þessa leið "ég held að lausnin felist bara ekki í lengra skólastarfi. Flest börn eru orðin dauðþreytt á því á vorin og frelsinu fegin og ansi hætt við að þau fá algjört ógeð sem skilar sér bara með verri námsárangri að mínu mati."

Ég fæ ekki séð af hverju íslensk börn eru þreyttari og þyrsta meira í að komast í frí á vorin en t.d. börn í Danmörku þar sem er 6 vikna sumarfrí??  Ekki er þar með sagt að það þurfi að vera kennsla með hefðbundnum hætti alla dagana en einhverskonar fræðsla og þroskandi starf sem getur verið margskonar.  Mér er líka spurn af hverju 2-5 ára börnin á leikskólunum geta þolað að fá einungis 5 vikna sumarfrí í leikskólanum en ekki grunnskólabörn?  Það fær ekki staðist að mínu mati.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þér, ástandið er vægast sagt dapurt og á ekki að viðgangast. Eitt er alveg á hreinu að ekki vantar peninga til þess að leysa þessi mál!!

En eg verð að leiðrétta þig með sumarfrí leikskólabarna, það er 4 vikur en ekki 5, sem er enn styttra en 6 vikur.

Haltu áfram að vekja upp umræður eins og þessa sem snerta þjóðarsálina hvað mest.

Bestu kveðjur

Agðan (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 22:24

2 identicon

Góð skrif hjá þér. Ég er sammála þessum pælingum með frí grunnskólabarna en vil þó benda á að dönsk börn fá að ég held lengra vetrarfrí en börnin hér á Íslandi. Að brjóta veturinn upp í 3 hluta er t.d. alveg tilvalilð - gott jólafrí, gott páskafrí og auka vetrarfrí og þá eru börnin frískari á eftir.

Ég vona að þú haldir áfram að blogga

Sólveig Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 16:19

3 identicon

Ætla ekki að blanda mér of mikið í umræðuna en vil benda á að vinnutími kennara líkur síður en svo þegar nemendur ganga út úr skólastofunni!

Sigga Lísa (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband