áfram með smjörið

mér finnst gaman að blogga og mér finnst gaman að fá viðbrögð, til þess er maður jú að því amk í mínum huga.  Mér finnst gaman að skiptast á skoðunum við fólk.  Vinkona mín sagði við mig um daginn þegar við vorum að ræða eldri dóttur mína að það gæti nú varla komið mér á óvart að dætur mínar rökræddu við mig!  Þær ættu nú ekki langt að sækja það.

Mér finnst skemmtilegast að ræða við fólk sem er á öndverðum meiði við mig og hefur einn skólafélagi minn og samflokksmaður sagt mér að ég sé vinstri manneskja þegar ég tala við hægri fólk og hægri manneskja þegar ég tala við vinstri fólk.

Mér finnst líka æðislega gaman að ögra fólki og það er auðvelt að ná mér á flug.  Ég veit fátt skemmtilegra en háværar pólitískar rökræður helst yfir rauðvínsglasi og fram á nótt.  Þeir sem þekkja mig vel vita vel að það er stutt í lognið hjá mér líka og þegar á botninn er hvolft eru þetta jú bara skoðanaskipti.  Öllum er frjálst að hafa hverja þá skoðun sem viðkomandi sýnist, það er bara heilbrigt og eðlilegt.   Stundum rek ég mig á það að fólki er mikið niðri fyrir og tekur umræðuna mjög nærri sér og alvarlega á meðan öðrum finnst umræðan bara alls ekki skemmtileg.  Þá þarf maður að þekkja sín takmörk og hætta.

Ég veit ekki hversu dugleg ég verð að blogga amk fram að áramótum vegna anna.  Sjáum hvað setur....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband