13.11.2007 | 15:46
Breytingar á breytingar ofan
Nú veit ég ekki hver það er sem fer með fleipur, mbl.is eða hvort það er hinn nýji meirihluti sem er að hagræða sannleikanum. Þegar ég vann í Ráðhúsi Reykjavíkur var það Helga Jónsdóttir sem var borgarritari R-listans og æðsti maður stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta var árin 1998 - 2002. Hvort R - listinn lagði stöðuna niður í einhverjum skipulagsbreytingunum í lok valdatímabils síns eða eins og ég sagði áðan að mbl.is er að misskilja þetta, veit ég ekki. Vilhjálmur og Sjálfstæðisflokkurinn bjuggu ekki þessa stöðu til í fyrra, svo mikið er víst. Mér þykir líklegra að staða borgarritara hafi orðið til fyrir heldur lengra síðan.
Ég hef nú lítillega haldið sambandi við mitt fyrrum samstarfsfólk í Ráðhúsinu, þó minna undanfarin misseri enda ansi margir hættir og búnir að fá nóg af stanslausum breytingum hjá Reykjavíkurborg.
Ég giska á að R-listinn hafi sett heimsmet í stjórnsýslubreytingum á valdatíma sínum í Ráðhúsinu og vandséð hvernig hægt hefði verið að flækja málin meira en gert var á þeim tíma. Það kæmi mér því ekki á óvart að hægt væri að telja það starfsfólk sem enn er í Ráðhúsinu frá því ég hætti, fyrir 5 árum síðan, á fingrum sér.
Embætti borgarritara lagt niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.