1.12.2007 | 15:36
Feminismi
Ég vil frekar skilgreina mig sem alþjóðlegan feminista en alls ekki íslenskan feminista. Það hefur marg sýnt sig að með því að fræða konur og hjálpa konum er hægt að bæta ástandið í þriðja heiminum verulega. Víða erlendis er ástand kvenna hörmulega sorglegt og hef ég þá hugsjón í lífinu að leggja mitt lóð á vogarskálarnar þegar rétti tíminn til þess finnst.
Á Íslandi, sem nýlega varð í efsta sæti á lífsgæðalista Sameinuðu Þjóðanna og trónir á toppnum hvað varðar marga hluti og þar á meðal varðandi jafnrétti kynjanna, er ástandið gott. Ég tel ekki nokkra einustu ástæðu til að berjast fyrir jafnrétti á Íslandi. Sú barátta er í höfn að mínu mati og stendur að mestu leyti upp á okkur konur sjálfar að nýta okkur þau tækifæri sem bjóðast. Ég geri mér grein fyrir að það voru margar skörulegar konur sem ruddu brautina okkur hinum til handa og er ég þeim þakklát fyrir það.
Feministar á Íslandi, amk þeir sem hafa hæst í umræðunni, hafa gjaldfellt málstað sinn svo herfilega að fáir nenna að hlusta á þær lengur. Að sóa tíma Alþingis í umræðu um sögulega skýringu á því af hverju drengir klæðast bláu og stúlkur bleiku á fæðingardeildinni er móðgun við íslensku þjóðina. Þetta er móðgun við öryrkja og eldri borgara og alla þá sem finnst brýnt að um sín mál sé fjallað. Svo ekki sé talað um umræðuna um að breyta þurfi starfsheiti ráðherra, það er hlægilegt. Svo get ég ekki annað en vorkennt aumingja Agli Helgasyni að þurfa að sitja undir þessari vitleysu. Ég veit að Egill velur fyrst umræðuefni í þáttinn sinn og leitar svo að besta fólkinu til að ræða viðkomandi mál. Konur eru bara einfaldlega ekki nógu framfærnar og nógu víða í samfélaginu til þess að Egill hafi tækifæri til að velja þær til jafns við karla.
Það er mín skoðun að jafnrétti kynjanna á Íslandi sé að mestu leyti náð, það sem upp á vantar er undir okkur konum sjálfum komið að sækja. Ég held því fram að töluverður munur sé á kynjunum á ýmsum sviðum og hef ég reynt að fylgjast með samnemendum mínum í stjórnmálafræðinni með þetta í huga. Stákarnir eru miklu óhræddari við að fara út í umræðuna þó þeir viti jafnvel minna um hlutina en stelpurnar. Þeir taka slaginn, axla ábyrgina og reyna. Þeir fara ekki í fýlu og skella hurðum ef hlutirnir ganga ekki, þeir taka þessu ekki eins alvarlega og stelpurnar.
Ég get alveg skilið af hverju karlar verða stundum hundleiðir á konum og af hverju þeir nenna ekki að hafa þær í frontinum í fyrirtækjum sínum, það er einfaldlega of flókið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl
Ágæt grein hjá þér. Ég er sammála þér að það á ekki að pína Egil inn í eitthvað kynjakvótakerfi. Aðal atriðið er að fólk hafi eitthvað að segja og vekji mann til umhugsunar.
Ég held að þetta sé heldur ekki rétt í snúa þessu upp í deilu um hvort kynið sé betra, karlar eða konur, hvorki í fyrirtækjarekstri né öðru.
Ég vildi persónulega sjá miklu fleirri konur sem stjóra fyrirtækjum og ég held að mikið afl kvenna sé óbeislað sem gæti komið fyrirtækjum vel.
Ég held að ástæðan fyrir þessum halla á fjölda kvenna í forsvari fyrir fyrirtæki sé m.a. vegna áherslu á að stjórnendur verði að fórna öllum sínum tíma í fyrirtækið og fá lítinn tíma til að sinna fjölskyldu og áhugamálum. Ég held bara að flestar konur (og sumir karlar) séu bara það vel gefin að þær vilja eiga líf utana vinnunar.
Ég held að það sé sameiginlegt verkefni okkar allra að reyna að breyta þessu þannig að fyrirtækin beri meiri virðingu fyrir frítima fólks og átti sig á að (vinnu)magn er ekki sama og gæði
GeirR, 1.12.2007 kl. 16:23
Við hjónin erum svo sannarlega sammála þér. Sérstaklega um jafnréttisbaráttunna hér á Íslandi versus mörgum stöðum í heiminum. Eiginkonan mín er frá Bæjaralandi, Þýskalandi og var það ekki vel séð af eldri konum í þorpinu að Miriam væri enn þá að reka sína eigin snyrtistofu eftir að Erik fæddist.
Við eigum að hætta að dæma einstaklingana eftir kyni, þjóðerni, hæð, þyngd o.s.f. Skynsamlegast er að líta á hvern einstakling út frá hans styrkleikum og veikleikum, eitthvað sem við öll höfum. á meðan við drögum fólk í dilka erum við ennþá að mismuna fólki, og þar er ekki af hinu góða.
Kveðja Hallgrímur
P.S hlakka til að lesa fleiri góða pistla frá þér.
Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 20:49
Sælar.
Fín grein hjá þér. Ég er algjörlega sammála þér að þetta er ekki rétti vettfangurinn í þessa umræðu. Gott að sjá skrið komast á skrifin hjá þér ;) Hlakka til að lesa meira - kv.
Sóvleig Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.