Aðventu - átak

Þórdís Tinna er mjög sérstök manneskja. Ég kynntist henni fyrir 20 árum síðan þegar við unnum saman á Hótel Borg, hún í miðasölunni og ég í fatahenginu (15 ára gömulBlush).

Leiðir okkar lágu aftur saman þegar við fórum að starfa saman í foreldrafélagi Lækjarskóla.  Hún er ein af þessum manneskjum sem maður man eftir af því að það er svo þægilegt að vera í kring um hana.  Alltaf jákvæð og með dillandi smitandi hlátur.InLove

Hún hefur verið að berjast við lungnakrabbamein á lokastigi í 1 ár núna.  Hún tekst á við veikindin af þvílíku æðruleysi, baráttuhug og jákvæðni að það er ekki annað hægt en að dáðst að henni.  Hún býr ásamt dóttur sinni hér rétt hjá okkur og höfum við hjónin verið svo heppin að fá að hjálpa aðeins til við framkvæmdir sem hún stendur í á heimilinu sínu til að gera það sem huggulegast fyrir þær mæðgur.  Kolbrún Ragnheiður, dóttir Þórdísar, er ein af þessum fallegu, kláru og duglegu stelpum sem á eftir að ná langt í lífinu.  Þær eru alveg ótrúlega sætar mæðgur að berjast við erfið veikindi og myndi ég vilja gera svo miklu meira fyrir þær en ég hef tök á.

Vinir Þórdísar hafa undanfarið ár verið með söfnunarátak fyrir hana til að létta þeim baráttuna.  Mig langar að taka þátt í því að koma þessum upplýsingum áleiðis frá vinum hennar og hvetja lesendur þessarar síðu til að leggja þeim lið í anda jólanna.  Munið að allt stórt sem smátt hjálpar.

Bankareikningurinn er 0140-05-015735 kt. 1012684039

svo skora ég á aðra bloggara að birta upplýsingarnar á sinni síðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Gott mál...sendi þeim baráttu jólakveðju

Einar Bragi Bragason., 3.12.2007 kl. 00:01

2 identicon

Elsku Sigurlaug, mikið er þetta sætt af þér, ætla að skrifa reikn.nr. niður og reyna að styrkja mæðgurnar á afmælisdag móðurinnar.

Hvað er annars að frétta af þér, iss við erum nú lélegustu í að hittast enda prófatímabilið í gangi, ég klára nú reyndar bara í næstu viku (þri) en veit að þú ert eitthvað lengur og ef ég man eftir því gæti vel verið að ég keyrði dönsku bíómyndirnar bara til hennar Katrínar svo hún hafi nú eitthvað að gera þegar hún kemst í jólafrí, annars verðum við bara í bandi og gangi þér alveg obboslega vel ;-)

Harpa Vífils (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 12:45

3 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Hæ skvís, já við erum frekar lélegar í þessu....    En við erum að gera svo margt merkilegt þannig þetta er hið eðlilegasta ástand.  Við bætum okkur þetta duglega upp síðar  Þegar ég er verð búin í prófum 19. desember og ef ég verð ennþá lifandi og ekki á kleppi   þá ætla ég að horfa á dönsku myndirnar með kötuskötuskvísunni minni.  Við verðum í sambandi þá. knús og kram. 

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 7.12.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband