Valkreppa Villa

Staða Vilhjálms í borgarstjórn minnir mig dálítið á prisoners dilemma (valkreppa fangans) sem er félagsfræðileg tilraun og oft talað um í náminu mínu.  Þar eru í rauninni allir kostir vondir nema augljóslega sá sem ekki er í boði.  Sá sem ekki er í boði er að vera frjáls, hinir kostirnir eru mis vondir.

Vilhjálmur hefur 4 kosti í núverandi stöðu en þó í rauninni bara 3 því sá fyrsti er að sitja áfram og vera borgarstjóraefni sjálfstæðismanna en það er bara ekki í boði.  Ef óbreytt ástand væri möguleg þá væri ekki öll forysta flokksins að bíða eftir svari frá honum.  Það þarf enga ákvörðun og ekkert svar ef engu á að breyta, það er alveg ljóst.  Það hefur enginn landsmaður áhuga á því að Vilhjálmur verði borgarstjóri aftur, það held ég að sé deginum ljósara.

Næsti kostur er að sitja áfram sem borgarfulltrúi en gefa frá sér borgarstjóraembættið.  Ef það er kosturinn sem stefnt er að og verið er að leysa úr því hver sá aðili eigi að vera, þá er í raun Vilhjálmur að hanga á þessu til að gefa hinum "andrými" til að skera úr um næsta borgarstjóraefni flokksins.  Væri það raunin, hefði hópurinn átt að mæta með honum á "blaðamannafundinn" pínlega sem var fyrir viku síðan í Valhöll.  Fyrst það var ekki svo, sýnist mér það ekki vera það sem vakir fyrir Villa.

Þriðji kosturinn er að segja af sér embætti með öllu og hverfa úr borgarmálunum.  Það held ég að Villa langi ekki.  Þá er Hanna Birna sjálfkrafa oddviti flokksins.  Það þætti mér lang besta niðurstaðan af þeim öllum því ég hef ofurtrú á Hönnu Birnu.  Hún er opin, heiðarleg, ákveðin og talar um málin af þekkingu, festu og reynslu.  Þegar hún talar brosi ég alltaf út í annað og kinnka kolli.

Fjórði kosturinn og síðasti er sá sem ég er farin að hallast að að sé það sem er að gerast í málunum en ég hreinlega vil ekki trúa því.  Það er sá kostur að Vilhjálmur ætli sér að ríghalda í stólinn sinn og ætlar ekki að fara fet.  Hann er réttkjörinn borgarfulltrúi og flokkurinn getur ekki látið hann fara.  Vilhjálmur getur valið að vera óháður borgarfulltrúi og sagt skilið við Sjálfstæðisflokkinn þannig að meirihlutinn springur.  Ekki væri hægt að mynda nýjan meirihluta án Vilhjálms og stjórnarkreppa í Reykjavík.  Ég held að það sé líka ljóst að "Tjarnarkvartettinn" vilji ekkert með hann hafa.

Ég tek það fram að þetta eru bara mínar stjórnmálafræðilegu vangaveltur og ekki byggðar á neinum heimildum um stöðuna í Reykjavík.  Það er gaman að pæla í hlutunum.Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Ég hef haldið einni af þessum kenningum fram. Þú veist hverri

Örvar Már Marteinsson, 19.2.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband