Von

Ég á það til að gleyma mér í hugsjónum og baráttugleði og hef óbilandi trú á því að allt sé hægt ef viljinn er fyrir hendi.  Stundum hlær fólk að mér og finnst þetta bara sætt en mjög óraunhæft hjal.  Ég læt mér ekki segjast og er staðráðin í að hafa mína trú áfram sama hvað hver segir.

Þegar ég lærði um kenningar í alþjóðastjórnmálum í skólanum þyrmdi dálítið yfir mig, sérstaklega þegar ég las um Macchiavelli og realismann sem er hugmyndafræði sem var við lýði í alþjóðastjórnmálum frá seinni heimstyrjöld til loka kaldastríðsins.  Hugmyndafræðin er enn í fullu gildi þó aðeins hafi fjarað undan henni þar sem endalok kaldastríðsins hefðu ekki átt að geta átt sér stað samkvæmt henni með þeim hætti sem þar gerðist.  Realisminn er í stuttu máli sú hugmyndafræði að aðeins ríki séu gerendur í alþjóðasamfélaginu og að allt sé hugsað út frá völdum og hagsmunum.  Reiknað er með því að menn séu vondir og hugsi bara um eigin hag.  Það eru menn sem stjórna ríkjum og svoleiðis hugsi þeir. 

Bandaríkin eru forysturíki í alþjóðamálum í dag, einpóla kerfi ríkir.  Embætti forseta Bandaríkjanna er valdamesta embætti heimsins.  Það skiptir gríðarlegu máli fyrir okkur öll hver er forseti í Bandaríkjunum.  Hingað til hafa miðaldra hvítir karlmenn gegnt embættinu og realisminn verið ríkjandi hugmyndafræði í stjórnmálum BNA. 

Í forsetakosningunum sem fram fara 4. nóvember nk. munu 2 frambjóðendur keppast um valdamesta embætti heimsins.  Nokkuð ljóst er orðið að McCain verður frambjóðandi Repúblikana en ekki enn er vitað hvort Hillary Clinton eða Barack Obama verði frambjóðandi Demokrata.  Einhver þessara þriggja aðila verður forseti BNA á næsta ári.  Í öllum tilfellum verður einstaklingurinn sem valinn verður sérstakur fyrir einhverra hluta sakir.  Clinton yrði fyrsta konan sem myndi gegna þessu embætti, Obama yrði fyrsti blökkumaðurinn og McCain yrði elstur til þess að verða settur í embætti á fyrsta kjörtímabili.  Regan var eldri en McCain þegar hann var settur í embætti þegar hann gegndi seinna kjörtímabili sínu.

Stjórnmálaspekúlantar segja að Barack Obama sé líklegri en Hillary Clinton til að vinna MacCain þegar á hólminn er komið.  Menn eru nefnilega hrifnari af því að svartur maður setjist í Hvíta húsið en kona.  Í McDonaldslandi eru menn ótrúlega íhaldssamir sem er skrítið miðað við að þeir vilja kalla sig land tækifæranna og þar ægir öllu saman og umburðarlyndið á að vera algert.

Sannur frambjóðandi Repúblikana er á móti fóstureyðingum, leyfir skotvopnaeign og er fylgjandi stríði og dauðarefsingum.  John MacCain fer dálítið út af sakramenntinu en mig minnir að hann sé m.a. fylgjandi fóstureyðingum og því að skotvopnaeign verði takmörkuð með einhverjum hætti.  Þetta gerir það að verkum að stór hluti Repúblikana getur ekki fallist á hann sem frambjóðanda og einhverjir ætla að sitja heima á kjördag frekar en að kjósa hann. 

Eins og áður hefur komið fram er ég ekki sérlega hrifin af Hillary Clinton, mér finnst hennar tími vera liðinn og hún orðin of mörgum háð of lengi til þess að eiga það skilið að fá enn eitt tækifærið.

Barack Obama gefur mér ástæðu til að trúa því að verði hann kjörin muni heimurinn sjá breytta alþjóðapólitík.  Hann er ekki og hefur aldrei verið fylgjandi stríðinu í Írak. Hann hefur áhuga á að bæta tengslin við Asíu og Afríku.  Það er kominn tími til að prófa aðrar leiðir í alþjóðasamskiptum en hingað til hafa verið stundaðar.  Sérstaklega er áríðandi að skoða málefni NATO og Rússa og jafnvel samskiptin við Kína.  Afríka þarf líka sárlega á því að halda að alþjóðakerfið gefi þeim fleiri tækifæri til viðskipta.  Ég trúi því að Barack Obama muni gera þetta.  Móðir hans var táningur þegar hún átti hann og pabbi hans stakk af þegar hann var 2 ára.  Hann er lögfræðingur að mennt og starfandi þingmaður.  Þegar ég hlusta á ræður hans finnst mér vera ástæða til að vera bjartsýn á framtíð heimsins. Kíkið sjálf á hann hér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ sæta mín, ég tek undir með þér, ALLT ER HÆGT EF VILJINN ER FYRIR HENDI, promish!!!!!!!   knúúzzz...

Harpa Vífils (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:08

2 identicon

jamm - það er nú það. Persónulega yrði ég ánægðarin með Hillary en Obama...  Ég er nefnilega örlítið hrædd um að þegar á hólminn er komið þá geti BNA menn ekki kosið litaðann mann á þing. Það er þó einungis mín tilfinning og má vel vera að hún sé röng. Bandamaður eins og Oprah Winfrey hefur heilmikið að segja og það má í raun segja að Obama hafi fyrst ógnað tilnefningu Hillary eftir stuðningsyfirlýsingu Oprah.

En af því að þú ræðir realismann og BNA - þeir fylgja enn realsimann þó hann heiti neo-realism og ég sé ekki að þeir sem mæti á kjörstað séu tilbúnir fyrir þær breytingar sem Obama stendur fyrir. Hillary yrði því raunverulegri lausn að mínu mati sem andstæðingur repúblika. Ef repúblikar ætla hins vegar að sitja heima og vera í fýlu... þá verða úrslitin hins vegar líklega eins og við höfum séð í forkosningum undanfarið... En er það eitthvað sem repúblikanir geta sætt sig við???? Ég held þeir mæti frekar á kjörstað.

Sólveig Kristjáns (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband