22.4.2008 | 10:42
BA námi að ljúka
Þá er síðustu kennslustund minni í Háskóla Íslands í BA náminu lokið. Eftir eru tvö, 50% próf og 2 ritgerðir, önnur 15 blaðsíður en hin, sjálf BA ritgerðin ca. 40 blaðsíður.
Ég er sem áður segir búin að ráða mig í vinnu næstu 2 árin sem verkefnisstjóra rannsóknar um íbúalýðræði sem Gunnar Helgi prófessor stýrir. Það vill svo til að BA ritgerðin mín er um sama efni og rannsóknin fjallar um svo þetta fer vel saman. Ég verð því hér í Háskóla Íslands amk næstu 2 árin og jafnvel lengur ef ég ákveð að taka MPA námið sem ég er að velta fyrir mér. Af því að ég réði mig í vinnu frestast útskriftin mín lítillega en reiknað er með mikilli hátíð í október hið síðasta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert svo dugleg, til hamingju. Og til hamingju með nýju vinnuna þína. Hvernig var heyrðir þú eitthvað með hitt? Held þú skiljir mig. Gangi þér vel. Og svo er það bara hittingur í næstu viku..... eða
Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 23.4.2008 kl. 12:56
hæ frænka, takk takk Nei ég heyrði ekkert með hitt, fékk bara endursent jú now ég er greinilega í vitlausum flokki
Það verður að vera hittingur fljótlega!!
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 23.4.2008 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.