Samgöngumál

Eitt af því sem ég reiti hár mitt reglulega yfir eru samgöngumál.  Ég legg mig fram um það að skipuleggja daginn minn út frá því að losna við umferð.   Mér finnst tíma, sem fer í að sitja í umferð, mjög illa varið.  Kostnaðurinn við að sitja í umferðinni er ekki bara talinn í klukkutímum heldur líka í krónum og mengun.  Ég myndi auk þess heldur vilja truntast í almenningssamgöngum sem væru þannig að ég gæti lesið á meðan ég ferðast frekar en að horfa á rassinn á næsta bíl.  Almenningssamgöngur á Íslandi eru bara ekki boðlegar.  Að mínu mati felst það að stórum hluta í því hvað illa er búið að hjólreiðafólki á Íslandi í dag auk þess sem strætó situr í sömu umferð og við hin.  Ef ég gæti hjólað að strætisvagnastoppistöðinni og geymt hjólið mitt þar, með einhverju góðu móti, myndi ég glöð gera það og ef þetta tæki mig ekki 2x lengri tíma en það tekur mig að truntast þessa leið á einkabílnum myndi ég ekki hika við þetta. 

Langbesta staðan væri auðvitað sú að stjórnvöld vildu horfa til langs tíma í þessum málaflokki og koma á alvöru samgöngukerfi, léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu og til Keflavíkur þar sem mér finnst innanlandsflugið eiga að eiga heima.

Það sem vakti hins vegar upp hjá mér ástæðuna til að skrifa þessar línur er sú að Garðbæingar eru orðnir svo leiðir á ástandinu í samgöngumálum um bæinn sinn að þeir buðu Samgönguráðherra í heimsókn til sín til þess að skoða umferðarhnútana í bænum. Lesa má um það hér.

Mér finnst í fyrsta lagi að Hafnfirðingar hefðu átt að vera búnir að bjóða samgönguráðherra í heimsókn fyrir 2 árum síðan og skil ekkert í sofandahætti bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í samgöngumálum, ráðherra málaflokksins er nú einu sinni í sama flokki og meirihlutinn í Hafnarfirði.

Í öðru lagi finnst mér Garðbæingar dálítið tvöfaldir í roðinu í þessum málum því á meðan þeir kvarta yfir umferðinni úr Hafnarfirði þá skilst mér að það strandi á kröfum þeirra sjálfra um að "fela" umferðina í stokkum í gegn um Garðabæinn.  Það virðist nefninlega vera þannig að Garðbæingar vilja ekki sjá neina bíla og eru að reisa sér múr í kring um bæinn.  Þeir eru greinilega of fínir fyrir annarra manna umferð þarna í Garðabænum en vilja ólmir komast út úr bænum sínum engu að síður...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu ertu ekki upprunalegur Garðbæingur
annars er ég alveg sammála með umferðina, algjört hneyksli en sem "garðbæingur" þá er ég guðs lifandi fegin að búa ekki í Hafnarfirði og þurfa ekki að sitja í stíflu á morgnanna
En að öðru, ég fer til Köben á fimmtudag, á ég að koma til þín í hádegismat í vikunni???    ertu ekki búin í prófum, hvenær var það aftur....

Harpa Vífils (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Hæ sæta, jú ég er Garðbæingur og ýmislegt annað líka, það þýðir samt ekki að allt það sé yfir gagnrýni hafið  

Komdu í lunch í vikunni, best á miðvikudaginn!!  Ég á 1 próf eftir en það er ekki fyrr en 14.maí.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 4.5.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband