9.5.2008 | 10:50
Frábært
Loksins ætlar einhver að taka þá umræðu fyrir alvöru að færa flutninga af landi út á sjó. Ármann fær prik fyrir þetta. Vegakerfið úti á landi er ekki í stakk búið fyrir þessa gríðarlegu þungaflutninga auk þess sem vegfarendur eru sums staðar í stórhættu að mæta þessum trukkum. Ég hef keyrt á vestfjörðum og mætt trukki á fleigiferð með hnífbratta hlíðina niður að sjó við hlið mér og ég get upplýst að mér leið ekki vel.
Stóru ökutækin eru ekki bara að eyða vegakerfinu þau eru líka hættuleg mannslífum. Ég vona að kostnaðar og ábatagreining sýni fram á það að það sé hagstæðara að færa flutningana aftur út á sjó og að í þeirri jöfnu verði umferðaröryggi almennings líka metið til fjár (fjárfúlgna).
Strandsiglingar kall nútímans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.