15.5.2008 | 10:02
Íbúalýðræði - ráðstefna - rannsókn
Hvernig virkar lýðræðið í sveitarfélögunum?
Fulltrúalýðræði stjórnmálaflokkar hagsmunaaðilar íbúar
Málþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands 16. maí kl. 14.00-ca. 16.00 í Háskólatorgi H.Í. stofu HT-105
Málþingið, sem er öllum opið endurgjaldslaust, markar upphaf þriggja ára þróunar- og rannsóknaverkefnis þessara aðila um íbúalýðræði. Verkefnis sem ma. er styrkt af Landsbankanum og innlendum rannsóknasjóðum. Fjallað verður um það með hvaða hætti sveitarstjórnir á Íslandi haga samstarfi við ólíka aðila í samfélaginu. Tengsl sveitarfélaganna við stjórnmálaflokka eru augljóslega mikilvæg en þau eiga einnig í samstarfi við margháttaða aðra aðila, bæði félagasamtök, fyrirtæki og íbúahópa af ýmsu tagi. Hvernig samstarf af þessu tagi samrýmist hugmyndum um lýðræði er viðfangsefni rannsóknarverkefnisins.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á eftirfarandi hlekk: http://www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/lydraedi
Á málþinginu er einkum leitað eftir reynslu sveitarstjórnarfólks og fólks sem hefur unnið náið með sveitarstjórnarfólki á þessu sviði: Fyrirlesarar verða þau Gunnar Helgi Kristinsson prófessor og stjórnandi verkefnisins, Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og alþingismaður, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík og formaður Skipulagsráðs, Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, Stefán Gíslason,verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi og Björg Ágústsdóttir, lögfræðingur og ráðgjafi hjá Alta.
Málþingsstjóri: Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi sem situr í lýðræðisnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Dagskrá:
Inngangserindi: Gunnar Helgi Kristinsson: Lýðræði í sveitarfélögunum hvað er það? Hvað er staðbundið lýðræði? Hvað er lýðræðislegt og hvað ekki? Hvaða myndir getur lýðræði tekið? Á lýðræði alltaf jafn vel við?
Stjórnmálaflokkarnir í sveitarfélögunum:
Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og alþingismaður: Hverju breyta eins flokks meirihlutar?
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri: Staða bæjarstjóra og tengsl við stjórnmálaflokkana.
Áhrif, völd og hagsmunir:
Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík og formaður Skipulagsráðs: Hafa skipulögð samtök mikil áhrif á ákvarðanatöku sveitarfélaganna?
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi: Hvernig haga sveitarfélögin samstarfi sínu við fyrirtæki?
Rödd fólksins:
Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi: Samstarf sveitarfélaga við íbúa er það mismunandi milli sveitarfélaga?
Björg Ágústsdóttir, lögfræðingur og ráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta: Samráð eftir föngum - Hver er reynslan af íbúaþingum?
Gestum verður boðið að þiggja léttar veitingar að ráðstefnu lokinni uppúr kl. 16.00.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vonandi gekk allt frábærlega.
Sumarkveðja!
Örvar Már Marteinsson, 16.5.2008 kl. 23:45
ó já takk, gott betur en það
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 19.5.2008 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.