26.5.2008 | 13:53
Makalaust
Flugvallarmálið ætlar greinilega að verða eitt þrautseigasta þrætuepli Íslandssögunnar. Það er löngu orðið ljóst að Reykvíkingar, sem einir virðast eiga að fá að segja sitt álit á þessu, eru klofnir í afstöðu sinni til málsins. Sjálfsagt byggir fólk afstöðu sína á ýmsum forsendum en í mínum huga ber að taka þessa ákvörðun út frá einhverjum reynslu- skynsemis- og arðsemisathugunum. Slíkar athuganir hef ég þó ekki séð og vangaveltur um Hómsheiði, Löngusker, Álftanes og Keflavík eru á meðan, bara pælingar út í loftið. Er ekki hægt að ætlast til þess að kostnaðar og ábatagreining í víðu samhengi auk þess sem flugskilyrði og þarfir Íslendinga yrðu skoðuð á einhvern vitrænan hátt ?
Þegar þær niðurstöður liggja fyrir og sérfræðingar segja mér hver skynsamasta lausnin á málinu er, að teknu tilliti til öryggismála, samgangna og arðsemi, þá bara lifi ég við þá niðurstöðu, sama hver hún verður.
Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.