Ný færsla

Til að losna við fúlu færsluna sem var hér á undan ætla ég að setja aðra skemmtilegri í staðinSmile

Ekki það að ég hafi neitt merkilegt að segja þar sem ég sit alla daga allann daginn við það að skrifa BA ritgerð um beint lýðræði á Íslandi og almennar atkvæðagreiðslur.  Búið er að finna enskan titil á ritgerðina sem mun vera: Direct democracy in Iceland and local referendums.  Þetta finnst mér ótrúlega virðulegt.Whistling

Þrátt fyrir tilraunir einhverra til þess að vorkenna mér yfir ritgerðarskrifunum hef ég lýst því glaðlega yfir að mér sé engin vorkun.  Ég hef fínustu skrifstofu í Háskóla Íslands með öllum þeim þægindum sem til þarf, leiðbeinandinn er yfirmaðurinn minn og svarar mér fúslega þegar ég þarf á að halda auk þess sem bókasafnið hans kemur að góðum notum.

Ég fann mér auk þess ritgerðarefni sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt og sit stundum hlæjandi yfir tölvunni, svo bjánalega lít ég út, að eiginmaðurinn hefur hótað að senda mig á kleppInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahhhahhaha ég sé þig í anda skella upp úr í tíma og ótíma - það er munur að hafa gaman af þessu. Annars verðum við að fá okkur mat saman á næstunni 

Ásdís (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 19:28

2 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Algerlega, ég er svo mikill nörd það hálfa væri nóg   Ég er alltaf til í lunch

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 1.9.2008 kl. 20:49

3 identicon

Hæ sæta mín, gaman hvað ritgerðarsmíðin er skemmtileg... mín var það líka og það munar öllu! Annars bara kominn busy tími hjá minni með skóla og vinnu en við verðum í bandi í haust varðandi hitting.... :-)

Harpa Vífils (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 13:23

4 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Ég er svo ánægð fyrir þína hönd að þú skulir hafa svona gaman að þessu ég hef einmitt svo gaman að því að pæla í mínu ritgerðar efni og hef sjálf skellt uppúr þegar ég er að skoða heimildir og svona. Gangi þér sem allra best á lokasprettinum

Vera Knútsdóttir, 7.9.2008 kl. 17:05

5 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Takk stelpur

Jú Harpa, ég verð frjáls eftir viku og heyri þá í þér og við hittumst.

Sömuleiðis Vera, gangi þér líka vel með þína ritgerð.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 7.9.2008 kl. 17:46

6 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Sæl frænka, við þurfum að huga að fundi;)

Gaman að heyra að þér gengur vel. Sakna þess að heyra ekki frá þér. Auðvitað ætti ég að vera búin að slá á þráðinn.....Æ-i svona er þetta bara stundum. Kv. Hmj

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 11.9.2008 kl. 13:06

7 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

sömuleiðis kæra frænka!!  Það fer að styttast í það að verði frjáls úr klóm BA ritgerðarinnar og þá fer ég að sjást meðal manna

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 12.9.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband