hæfileikar - möguleikar

hæfileikar fólks liggja víst ekki á öllum sviðum og því betri sem maður er í því að átta sig á því hverju maður er góður í og hverju ekki getur maður sparað sér bæði tíma og gremju.

Það er reyndar svolítið fyndið ef maður pælir í því að fólk er misduglegt við að átta sig á og viðurkenna það á hvaða sviðum það hefur enga hæfileika.  Þá grípa margir til þess ráðs að þykjast ekki hafa áhuga á hlutunum, finnast þeir leiðinlegir eða asnalegir eða þaðan af verra.  Í stað þess að viðurkenna ósigur sinn og hæfileikaleysi finnur maður viðkomandi hlutum allt til foráttu. 

Eitt af því sem ég er ótrúlega léleg í er að rækta plöntur.  Það er ekkert lifandi í mínu húsi fyrir utan mannverurnar sem búa hér og hundinn.  Maðurinn minn passar tíkina, annars væri hún líklega dauð .....líka........eins og öll blómin sem ég hef reynt að ræktaBlush

Ég er nefninlega ekkert á því að gefast upp á ræktuninni þó ég sé skelfilega léleg í þessu enda er gert mikið grín að mér á heimilinu mínu og víðar.  Ég er eiginlega meira að segja alveg að verða frekar móðguð út í eiginmann minn fyrir að skellihlæja að hverri dauðri plöntunni á fætur annarri því mér finnst að hann geti nú alveg stundum reynt að hjálpa aðeins tilAngry

Í sumar setti ég fræ úti í garð, hélt að það væri nokkuð solid.....  þarf ekkert að vökva og svona, hélt ég.....   samt vökvaði ég þegar það kom þurrkatímabil!!!   Núna er fullt af radísulaufblöðum uppúr beðunum, nokkrir graslaukar á stangli og nokkur myntulaufblöð. 

Þetta er búið að vera þarna í 3 mánuði og graslaukstráin duga ekki sem skraut í eitt salat!  Og radísurnar..... eða ekki radísurnar..... því þetta eru bara laufblöð upp úr moldinni og ofan í moldinni eru bara rætur en engar radísurFrown

Myntulaufblöðin eru hins vegar frekar flott og sýnist mér að afrakstur sumarsins dugi í skraut á eitt salat og í einn MojitoWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Það sem er samt best við þennan pistil er það að á meðan ég skrifaði hann var tíkin búin að dúsa í 2 klukkutíma úti í bíl þar sem ég gleymdi henni í morgun.....   Ásgeir fór í golfferð og bað mig að passa hana í dag

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 12.9.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Þetta er hreinlega ómannúðlegt...

Örvar Már Marteinsson, 13.9.2008 kl. 00:44

3 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Ég er með alveg jafn græna fingur! Annars klukkaði ég þig

Vera Knútsdóttir, 13.9.2008 kl. 14:11

4 identicon

Ég er með mjög svo ekki græna fingur - enda engar plöntur hér á heimilinu. Svo bý ég í stóru fjölbýli og þarf ekkert að spá í garðinum :)

Annars panta ég hjá þér mojito - ég kaupi reyndar alltaf myntuna hahhaha

Hlakka til að taka við ritgerðarskrímslinu hjá þér á morgun

Ásdís (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband