Svikamylla

Af hverju spyr enginn um ábyrgð þeirra sem komu þessari svikamyllu í gang?? 

Það var markvisst unnið í því hjá Kaupþingi og eflaust fleiri bönkum að selja starfsmönnum hlutabréf í bankanum.  Manni virðist að gert hafi verið út á það að selja starfsmönnum bankans hlutabréf, sérstaklega lykilstarfsmönnun og þeim nýráðnu í lykilstöður sem þótti upphefð í þeirri ábyrgð sem þeim var sýnd með ráðningunni.  Tilboðið gæti hafa hljóðað eitthvað á þessa leið:  þú kaupir hluti í bankanum, við lánum þér fyrir öllu saman, þú getur valið hvort þú hefur þetta á þinni kennitölu eða stofnað einkahlutafélag utan um þetta en það verður passað uppá að þú munir ekki tapa á þessu.....

Eigiðfjárhlutfall bankans var svona keyrt upp, skuldirnar á kennitölum starfsmannanna og bankinn í góðum málum með gott lánshæfismat.

Ég er nú svosem enginn hagfræðisnillingur en þetta sýnist manni hafa verið stundað árum saman og búið til grunninn sem bankarnir gátu skuldsett sig svona gífurlega útá.

Ekki ætla ég að halda því fram að ábyrgð stjórnarinnar, sem tók ákvörðun í september um niðurfellingu persónulegu ábyrgðanna, sé engin, en það þarf að fara aftur í tímann og spyrja þá sem ráku svikamylluna árum saman.

Það má vel vera rétt að stjórn Kaupþings hafi ekki átt neinna annarra kosta völ í september en að aftengja persónulegu ábyrgðir starfsmannanna því annars hefði bankinn farið beinustu leið í þrot.  En þá spyr ég, hvað með þá sem komu stjórninni í þessar afarstöðu??  Var það kannski sama stjórnin?  Nú þá er augljóst að stjórnin segir af sér og málið skoðað af þar tilbærum yfirvöldum.  Það þarf einhver að axla ábyrgð á þessu máli.


mbl.is Vilja stjórn VR burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband