4.12.2008 | 13:40
skoðanakönnun strax á fylgi flokks Davíðs
Þetta ætlar að verða sársaukafullur dauðdagi merkilegs stjórnmálamanns og í raun öllum fyrir bestu að þessu linni sem fyrst.
Getur ekki eitthvað rannsóknarfyrirtækið tekið það að sér að kanna áhuga landsmanna á framboði Davíðs og því fylgi sem maðurinn hefur, það gæti skilað okkur uppúr þessari skotgröf strax og óþarfi að eyða landsfundi Sjálfstæðisflokksins í að pískra það mál fram og til baka.
Það ríkir stjórnmálakreppa í Íslandi í dag og framvinda mála núna allt of lengi búin að snúast um persónu Davíðs. Hann hefur orðið fyrir ómaklegum árásum á margann hátt. Davíð kallar þær yfir sig sjálfur með orðbragði sínu, þess vegna er ekki hægt að hafa samúð með honum.
Trúverðugleiki Íslands bæði innávið og útávið veltur að hluta til á að Seðlabankastjórnin víki, það er alveg klárt. Það er ekki það eina sem þarf að gera. Yfirstjórnir bankana þurfa að víkja, bankaráðin eru að mörgu leyti djók og stjórnendur fjármálaeftirlitsins líka. Málefnavinna, landsfundir, prófkjör og kosningar munu sjá um að hreinsa til í pólitíkinni þegar að því kemur.
Hér þurfa að breytast vinnubrögð, það er alfa og omega í þessu öllu. Ég verð ekki sátt fyrr en ég heyri raunverulegan afdráttarlausan tón sem ég trúi á í þá átt að hér verði gegnsæ, heiðarleg og skynsöm vinnubrögð allstaðar í öllu stjórnkerfi landsins.
Miserfitt að hætta í pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Facebook
Athugasemdir
Það er búið að gera slíka könnun. Sérframboð Davíðs fengi 4% en sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Davíð 9% ef ég man rétt. Ekki beint mikil ógn í þessum orðum.
kv.
Idda
Idda Odds, 4.12.2008 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.