22.12.2008 | 11:55
"landið allt haldast í byggð" ???
Það finnst mér merkilegt ef formaður LÍÚ ætlar að halda því fram að landið allt við núverandi ástand sé í byggð!!
Það er frekar hæpið að halda því fram að núverandi fyrirkomulag fiskveiða við Ísland sé til þess fallið að halda landinu öllu í byggð. Þvert á móti hefur kvótakerfið gert það að verkum að víða hefur verið fólksfækkun, störfum hefur fækkað og heilu byggðarlögin að leggjast af.
Það er langur vegur frá því að sátt sé um kvótakerfið. Þegar útvegsmenn leggjast gegn ESB aðildarviðræðum tala þeir fyrir daufum eyrum þar sem þeir hafa ekki haft sérstakan skilning á rökum þeirra sem eru ósáttir við kvótakerfið.
Af því að ég er ekki sérfræðingur í sjávarútvegsmálum kann ég ekki að koma með tillögur að betra kerfi en kvótakerfinu. Þær tillögur ættu að koma frá útvegsmönnum sjálfum, þeim sem hafa þekkinguna og reynsluna. Þær ættu að koma frá útvegsmönnum sem vilja og geta verið gagnrýnir og sanngjarnir og vilja sætta sjónarmið.
Rök útgerðarmanna gegn aðildarviðræðum við ESB þ.e. að störf tapist og hagnaðurinn fari úr landi er ansi keimlíkur rökum þeirra sem vilja breyta kvótakerfinu þannig að þau verði bundin við byggðarlögin.
Mér sýnist þannig að sömu rökin sem útgerðarmenn hafa ekki haft skilning á hingað til séu þau sem þeir ætla að nota gegn aðildarviðræðum við ESB.
Kostnaður við ESB-aðild aldrei kynntur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sigurlaug. þar sem kvóti hefur aukist hefur byggð samt dalað.
mæli með því að þú skellir þér á veg hagstofu íslands, www.hagstofa.is og berir saman tölur um íbúafjölda og unninn afla. þar kemur skýrt fram að byggðir hafa dalað þrátt fyrir mikla aukningu. Dalvík hefur t.d. bæt við sig um 2000 tonnum á 5 árum en þar hefur fækkað um 5% á sama tíma.
þannig að það er ekkert beint samband milli aukningu byggðar og aukningu aflaheimilda.
við þetta má bæta að mjög margar byggðir hafa blómstrað undir kvótakerfinu. þær hafa styrkst mjög mikið. veistu hvað einkennir þessar byggðir? mjög margar litlar útgerðir (bæði á bátum og smábátum) þar sem menn leggja á sig erfiði og áhættu og kaupa aflaheimildir til sín. væla ekki í stjórnvöldum um einhverja hjálp og aðstoð.
ef þú vilt fá kvóta til einhverrar byggðar þá verðu að kaupa hann sjálf og leggja á þig erfiðið.
125 milljarða króna útflutningsverðmæti í fyrra. þetta er þriðjungur allra útflutningsverðmæta Íslands.
ef við missum valdið yfir auðlindinni og lendum í svipuðu og Bretar lenntu í eru byggðir eins t.d. Vestmannaeyjar farnar í eyði.
Fannar frá Rifi, 22.12.2008 kl. 12:22
Grunar mig að það færu í það heilu dagarnir ef ég byrja á að svara málefnalega sem ég hef enga löngun til svona rétt fyrir jól. Það er margt sem spilar inní þessar jöfnu. Sums staðar hefur byggð dalað þar sem kvóti hefur aukist og sum staðar hefur byggð dalað þar sem kvóti hefur minnkað. Það er ekki einfalt mál að setja upp jöfnu sem snýst bara um íbúafjölda og kvóta. Getur þú haldið því fram að Vestmannaeyjar standi vel eins og staðan er? Patreksfjörður, Flateyri, Bolungarvík og Siglufjörður???
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 22.12.2008 kl. 13:09
nei meira þarf til. á Bolungarvík hefur kvóti og landaður afli aukist mjög en samt hefur dregið úr byggð. það þarf miklu meira að koma til. á meðan það er ekkert val um að vinna við annað í hinum dreyfðu byggðum en fisk eða menntamál þá halda þessar byggðir áfram að dala. það verður að vera í hverri byggð allavega einn eða tvær aðrar atvinnugreinar til viðbótar. ofan á þetta bætist að byggðarkjarni þarf að vera +1000 manns til þess að hann geti haldið uppi ákveðnu þjónustu stigi. það þarf allavega 1000 manna byggð til þess að halda uppi t.d. Bakaríi.
kvótaaukning eða binding við byggðarlög getur ekki leist ein og sér neinn vanda. reyndar er binding afla í byggðarlögum leið til þess að búa til átthagafjötra.
Fannar frá Rifi, 22.12.2008 kl. 13:51
Ég held að Sigurlaug sé ekki að koma fram með lausn á kvótavandamálinu eða byggðarlags vandamálinu. Hún er eingöngu, ef ég skil þessa færslu rétt, að útvegsmenn séu að nota sömu rök gegn aðild að ESB og kvótaandstæðingar nota gegn kvótakerfinu. Sem er í alla staði fáránlegt. Er það ekki rétt skilið hjá mér Sigurlaug?
Vera Knútsdóttir, 22.12.2008 kl. 14:19
Jú Vera, rétt er það. Ég vildi benda á að rökin hljóma kunnuglega og svo finnst mér hæpið að halda því fram að það að ganga í ESB muni verða til þess að landið allt haldist ekki í byggð, því það gerir það hvort eð er ekki.... hvort sem það er kvótanum að kenna, þakka eða hvorugt!
Mig langar að taka það fram að ég skil rökin fyrir kvótakerfinu og finnst þau sterk. En kerfið hefur marga galla. Mér finnst vanta mjög upp á að útvegsmenn reyni að skilja rökin gegn kvótakerfinu og það sem verra er þeir reyna ekki að koma til móts við þau heldur verja það með kjafti og klóm.
Eitt í viðbót, ég er ekki að segja að það eigi að ríghalda í alla byggð um allar koppagrundir á þessu strjálbýla landi, það gefur augaleið að það getur ekki verið hagkvæmt.
Mér finnst að menn þurfi að vera sjálfum sér samkvæmir, láta hlutina heita sínum réttu nöfnum og nota sanngirni, skynsemi og málefnaleg rök þegar rætt er um jafn veigamikil mál og í þessu tilfelli.
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 22.12.2008 kl. 14:49
Ég er alveg sammála þér. Það er fáránlegt að fá mótrökin gegn því sem að manni er kært til að verja sig. Ég held að það gæti jafnvel orðið gott fyrir byggðarlag að ganga í ESB. Endalausir styrkir til strjálbýla þar.
Vera Knútsdóttir, 22.12.2008 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.