27.1.2009 | 11:49
Ólafur og snyrtiborðið
Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé til skárri aðstaða fyrir forsetann til að ræða við þjóðina úr heldur en þetta litla snyrtiborð??
Að öðru leyti er merkilegt hvernig forsetinn sem er prófessor í stjórnmálafræði túlkar stjórnarskránna sér til upphefðar og vegsauka. Það eru honum ekki margir sammála um þessa túlkun en hann lætur sér það í léttu rúmi liggja.
Mér finnst svosem ekkert að því að maðurinn tali og orð hans í gær sem voru svo mjög umdeild voru í raun mjög almenn. Varla átti hann að tala um veðrið.....
Ég vona að þeirri vinstristjórn sem nú verður mynduð muni takast að stíga þau skref sem þarf þjóðinni til heilla. Verkefnin eru ærin og verr gæti varla verið komið fyrir einni þjóð. Mér finnst í rauninni fínt að hvíla Sjálfstæðisflokkinn frá ríkisstjórn, ég get ekki sagt að ég sé ánægð með framvindu mála í mínum flokki.
Nú fær flokkurinn andrými til að velja sér nýja forystu, fara yfir málefnin, taka prófkjör, raða á lista og pússa spariskóna og kemur svo ferskur inn í kosningabaráttu.... vonandi!
Á meðan vaða vinstriflokkarnir með niðurskurðarhnífinn út um víðan völl, taka óvinsælar ákvarðanir og mæta uppgefnir í kosningar.
Það verður athyglisvert að horfa á samstarf VG og Samfylkingar. Ástæðan fyrir því að ég hélt lengst framan af að ríkistjórnin myndi lifa var sú að VG hafði á stefnuskránni að vera á móti öllu og vilja ekkert!
Förum aðeins yfir þetta: VG vildu bakka út úr IMF, þeir vilja ekki í ESB og eiginlega vilja þeir ekki vera í NATO heldur. Þeir vilja ekki virkja neitt og ekki byggja álver. Það má ekki fara í niðurskurð í heilbrigðisgeiranum og eflaust ekki heldur neins staðar annarsstaðar. Framan af vildu þeir ekki þjóðstjórn og ... er ég að gleyma einhverju????
Falið að mynda stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo vildu þeir þjóðstjórn og vildu hana svo ekki...
En Sigurlaug stjórnmálafræðingur... Þú veist nú að það eru mismunandi túlkanir á stjórnarskránni. Ég held t.d. að það væri bara ágætt að hafa aðeins valdameiri forseta til að hafa eftirlit með þessum bjánum á Alþingi! Ég meina þetta er orðið bara eins og sirkús þarna inni.
Vera Knútsdóttir, 27.1.2009 kl. 12:19
Æ já ég veit að menn rífast endalaust um þessa stjórnarskrá Það er orðið frekar þreytt atriði. Það er ekki hægt að túlka það að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt stundum þannig og stundum ekki....
Eftir að hafa fylgst með umræðum málsmetandi manna um þetta í nokkur ár sýnist mér að flestir (nema Svanur vinur okkar og nokkrir aðrir) séu sammála um að það að forsetinn láti ráðherra framkvæma allt vald sitt. Það er útúrdúr að ætla að flækja þetta meira.
Hitt er svo annað hvort að við viljum frekar forseta þingræði (semi presidentialism) hér á Íslandi og hvort það gæti verið betra fyrirkomulag. Ég held ekki og held heldur ekki að ég ætli að fara út í það hér. Það þarf nýja bloggfærslu í það
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 27.1.2009 kl. 12:25
Já ég held að það sé efni í nýja færslu
Vera Knútsdóttir, 27.1.2009 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.