Þegar Davíð vildi sækja um aðild að ESB - hvernig stjórnmálaflokkur ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að vera?

 Í bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fra 1990: Arvet från Thingvellir er tilvitnun í Davíð Oddsson sem þá var borgarstjóri á bls. 69: "Enligt min mening blir emellertid var största politiska utmaning under de kommande åren hur vi bevakar våra egna intressen i en foränderlig värld; vi måsta anpassa oss till det faktum att merparten av vår handel sker på länderna i EG; jag har offentligen forespråkat att vi skall ansoka om medlemskap. Vårt mål måste vara en sund och växande ekonomi, en stabil valuta och en vital privat sektor."

Það er alþekkt að mismunandi skoðanir á málum voru ekki liðnar innan Sjálfstæðisflokksins í valdatíð Davíðs Oddssonar.  Þegar hann tók við formennsku í flokknum hafði ríkt óreiða í landsmálapólitíkinni og flokkurinn talaði út og suður.  Mikillar þreytu var tekið að gæta meðal landsmanna sem og flokksmanna og var því fagnað að Davíð skyldi koma aga og skikk á málin.

Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og söguna þekkja menn.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum var í sögulegu lágmarki.  Atvinnulífið finnur sig ekki lengur heima í flokknum og óánægja flokksmanna víða mikil.  Mikið af þessu á rætur í Evrópuafstöðu flokksins.  Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi í Evrópumálum var vægast sagt til skammar og hræðslan við Evrópu innan flokksins er óskiljanleg.

Það sýnir styrkleika Sjálfstæðisflokksins að varaformaðurinn þorir að greiða atkvæði í þessu máli samkvæmt sinni sannfæringu.

Það eru breyttir tímar í stjórnmálum í dag.  Muni Sjálfstæðisflokkurinn ekki skilja þá kröfu og bregðast við henni verður hann áfram í  kring um 20% flokkur sem engu mun ráða í íslenskum stjórnmálum.

 

 


mbl.is Staða Þorgerðar Katrínar veikist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo las Davíð sér til um innra eðli Nýlendukúgunarþjóðana sem mestu ráða þarna og lét af þessari firru sinni og tók upp þjóðlegri skoðun góða.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 17.7.2009 kl. 10:17

2 identicon

Vonandi halda sjallarnir áfram þessari hræðslu við umheiminn og þar með 15 til 20 prósenta fylgi. 

Annars held ég nú að spillingin innan flokksins hafi verið valdur að kosningaafhroðinu en ekki EU .

Það þarf nauðsynlega að taka til í innviðum flokksins og hreinsa upp skítinn eftir Geir Davíð og félaga.  Fyrst þá getum við farið að tala saman.

Reynir (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 10:35

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Já þær eru hugrakkar konurnar tvær sem kusu gegn flokkslínunni enda er meiri hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins hlynntur aðild. Það hefði verið flottara hefðu þeir sagt já við aðildarumsókn. Þetta virkar eins og stríð hjá þeim.   

Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.7.2009 kl. 10:47

4 identicon

Flokkurinn er algerlega ómarktaekur og er svo greinilega undir haelnum á kvótakóngunum og sérhagsmunaklíkunni.

Hvernig getur flokkur sem segist vera fyrir samkeppni stutt kvótakerfid?  Thetta er náttúrulega algerlega ósamrýmanlegt. 

Fíflin sem kjósa thennan flokk gera sér ekki grein fyrir ad hann vinnur eingungis ad hagsmunum 2-3% thjódarinnar.

0g mörg eru fíflin á Íslandi.

Gorri (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 12:08

5 identicon

Þórdís, hvað í veröldinni hefur þú fyrir þér í því að meirihluti sjálfstæðismanna sé hlynntur aðild að ESB?

Þarna ferð þú með dylgjur og ósannindi. Amk ekki sönnuð sannindi.

Það var hreint og beint ÓGEÐSLEGT að horfa upp á atkvæðagreiðsluna í gær.  Og vinstri flokkarnir voga sér að tala um lýðræði í þeim efnum, nýbúnir að berja á öllum þeim sem sýndu vott um að ætla fylgja sannfæringu sinni og sniðganga gjörsamlega vilja þjóðarinnar.

Samfylkingin og VG ættu ALDREI, ALDREI aftur í framtíðinni að taka sér orðið Lýðræði í munn.!!   ALDREI.

Og að menn skuli hafa birst kampakátir í fjölmiðlum eftir kosningarnar og sagt að lýðræðið hafi sigrað.   Hvaða lýðræði????
Vitnað í skoðanakannanir sér til stuðnings sem ekki eru til, eða voru gerðar mitt í öllu hruninu þegar fylgið við aðild rauk upp úr öllu valdi vegna ótta og paranoju sem einmitt VG mögnuðu upp sem mest þau máttu. 
Hvað með nýjustu kannanir?

Lýðræðinu var nauðgað í gær og það versta er að nauðgararnir voru með bros á vör og virtust ekki gera sér nokkra grein fyrir því sem þeir voru að gera.
Hreint út sagt ógeðsleg vinnubrögð.

Hrafna (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 13:04

6 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það þarf að finna leið sem allra fyrst til að sameina sjálfstæðismenn og konur undir einum fána í afstöðunni til ESB. En grundvallaratriði er að þeir sem voru ekki sáttir við niðurstöðu síðasta landsfundar sætti sig við vilja og skoðun þorra landsfundarfulltrúa. Það er lýðræðisleg afstaða. Það sem er að fara illa með Sjálfstæðisflokkinn er að ákveðnir þjóðþekktir sjálfstæðismenn nota hvert tækifæri sem gefst til að veikja flokkinn innan frá með vopnum andstæðinga hans.

Það var ekki ESB málið sem Sjálfstæðisflokkurinn tapaði mest á í síðustu kosningum - það var fjármálahrunið og uppgjör kjósenda við ábyrgð flokksins og trúnaðarmanna flokksins í þeim harmleik öllum. Það veistu eins vel og ég Sigurlaug.

Jón Baldur Lorange, 19.7.2009 kl. 00:21

7 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Jón Baldur.  Hagsmunaaðilarnir stálu landsfundinum eins og Trölli stal jólunum!

Landsfundurinn með mínum augum var svona:

Þjóðfánin upp um alla veggi og öll borð.

Þeir sem voguðu sér að vera fylgjandi ESB VIÐRÆÐUM voru púaðir niður af bændunum og útgerðarmönnunum sem klöppuðu og stöppuðu fyrir þeim sem þeir voru sammála.  Þetta var eins og á vitlausrahæli.  Engin vitræn rökræða þar sem öll sjónarmið voru velkomin.

Þetta gerðist á fundi á fimmtudagskvöldi sem settur var á dagskrá með stuttum fyrirvara og var lítið og illa kynntur.  Landssamband sjálfstæðiskvenna var með kvöldverð á sama tíma. 

Afgreiðsla ESB tillögunnar fór fram á föstudagsmorgni þegar reykvískt atvinnulíf var í vinnunni.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að farið skuli í aðildarviðræður við ESB.

http://www.baldurmcqueen.com/index.php/2009/Svik-vio-kjosendur.....eoa-stefnumorkun.html

Jón Baldur: Framsóknarflokkurinn samþykkti MIKLU vitrænni ályktun í Evrópumálum en við!!  KOMMON.... FRAMSÓKNARFLOKKURINN!!  Bændaflokkurinn sjálfur. 

Og hefurðu tekið eftir því Jón Baldur að LÍÚ er löngu hætt að beita áhrifum sínum í málinu, því þeir sjá eins og allt viti borið fólk að það er ekkert annað í stöðunni en að fara í þessar aðildarviðræður.  Við skuldum komandi kynslóðum að kanna ALLA möguleika sem kunna að vera í boði til þess að koma Íslandi út úr þeim vanda sem nú blasir við.  Þá getum við ekki pakka saman til þess að vernda hagsmuni bænda sem stunda atvinnugrein sem stendur ekki undir sér.  Það getur ekki verið stefna Sjálfstæðisflokksins að vernda ríkisstyrktustu atvinnugrein landsins.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 22.7.2009 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband