Fullkomlega fyrirsjáanlegt ástand

Þegar ákveðið var að afnema samræmd próf hljóta þessar afleiðingar að hafa verið ljósar? 

Kennari hefur staðfest við mig að það sem gerðist síðasta vor var að kennarar voru að "gefa" börnunum "sínum" einkunnir til þess að þau kæmust inn í þá skóla sem þau óskuðu sér.

 Það sem svo gerðist var krakkar sem ekki náðu inn í skólann sem þau sóttust eftir í 1. sæti duttu mörg hver milli skers og báru, því sá skóli sem þau höfðu sett í 2. sæti fyllti sinn skóla af þeim sem sótti um hann í 1. sæti.

Ég á dóttur sem er í 10. bekk og hef þess vegna kannski sérstakann áhuga á málinu.  Það virðast flestir vera sammála um að það ástand sem skapaðist við inntöku nýnema í framhaldsskólana í vor hafi verið ótækt og að úr því beri að bæta.  Menntamálaráðuneytið er, að því er mér skilst, að hefjast handa við að endurskoða innritunarferlin inn í framhaldsskólana.  Þessi vinna má ekki taka langann tíma.   Krakkarnir sem eru núna í 10. bekk hljóta að eiga rétt á því að vita með hvaða hætti þau verða metin inn í framhaldsskóla næsta vor, sem fyrst. 

Munu samræmdu könnunarprófin sem þau taka eftir 2 vikur í stærðfræði, íslensku og ensku enda með að vera það samræmda viðmið sem vantar?  Ef svo er, eru þessir krakkar á leiðinni í ákaflega mikilvæg próf, varla nokkuð undirbúin, sem munu hafa mikla þýðingu fyrir framtíð þeirra.

 


mbl.is Vilja aftur samræmd próf í 10. bekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Kennari hefur staðfest við mig að það sem gerðist síðasta vor var að kennarar voru að "gefa" börnunum "sínum" einkunnir til þess að þau kæmust inn í þá skóla sem þau óskuðu sér."-
Þetta er alvarleg ásökun og hér skal fara varlega og faglega. Könnunarpróf hafa allt annað gildi en samræmd próf. Um þetta eru til ótal gögn. Miðað við stöðu þína, kíktu á röksemdir Þorgerðar Katrínar!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 14:31

2 identicon

Tek undir gagnrýni á þessa bloggfærslu. Til eru fjöldi rannsókna sem sýna að lítil sem engin skekkja er á skólaeinkunn og niðurstöðum samræmdra prófa. Fullyrðing þín er samkvæmt því tómt rugl og algjörlega órökstudd. Það hljómar ekki vel að nota kjaftasögur máli sínu til stuðnings.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 14:36

3 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Ég er ekki að alhæfa neitt í þessu sambandi.  Þetta er vissulega alvarlegt mál ef þetta er satt en í raun ómögulegt að vita þetta með neinni vissu.  Þessi umræða fór mjög hátt í vor og hún kemur ekki frá mér.  Það stendur ekkert í færslu minni um muninn á könnunarprófum og samræmdu prófum, það eina sem ég er að segja að ef þau verða notuð þá er það ósanngjarnt gagnvart krökkunum að gefa þeim ekki kost á að undirbúa sig vandlega fyrir þau. 

Það eru einmitt svona athugasemdir sem gera bloggheiminn að leiðindastað til að vera á.  Blogg eru ekki ritrýndar vísindagreinar vona að þið kæru herramenn áttið ykkur á því .

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 31.8.2009 kl. 15:22

4 identicon

ég verð svo reið og pirruð þegar ég les um þetta!

þetta varð til þess að ég komst ekki inní skólANA sem ég sótti um!! auðvitað á að vera SAMRÆMD PRÓF!!!

Linda (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband