Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.4.2008 | 09:19
Allt of langdregið
Forval flokkana í BNA er allt of langt ferli, það er ekki nokkur leið að halda áhuga heimsins á þessu máli gangandi í heilt ár, svo mikill er áhugi á stjórnmálum ekki almennt. Að minnsta kosti ekki í McDonaldslandi, svo mikið er víst!
Það skiptir líka máli fyrir demókrata að fara að slíðra sverðin og snúa bökum saman ef hið endanlega markmið á að nást sem er að vinna forsetakosningarnar í nóvember.
Mér sýnist smám saman vera að fjara undan Hillary og hún að leggja árar í bát. Eiginmaður hennar hefur heldur betur verið til trafala í baráttunni og andstæðingurinn gríðarsterkur.
Það er talað um Condoleezu Rice sem varaforsetaefni McCains og yrðu þau án efa gríðarlega sterkur dúett sem einungis enn sterkeri dúett getur unnið. Það næst bara ef Hillary og Obama snúa bökum saman, að mínu mati. Ég er enn þeirrar skoðunar að það sé heiminum fyrir bestu að Obama flytji í Hvíta húsið í janúar.
Clinton segir að Obama geti orðið forseti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.4.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2008 | 12:05
Þetta hef ég alltaf vitað
Heimilisstörfin bæta geðheilsuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2008 | 14:24
Al Gore
Ég var svo heppin að vera boðið á fyrirlestur Al Gores í morgun. Hann er frábær fyrirlesari, góður húmoristi og hefur mikla þekkingu á þessu sviði. Mér fannst hann taka viðfangsefnið í stærra samhengi en ég hef áður séð það. Ég hef ekki áður séð séð mælingar á koltvíoxíði, hitastigi á jörðinni og hitastigi sjávar frá því fyrir krist. Það var athyglisvert sem hann sagði um blaðaumfjöllunina um loftlasg/umhverfismál almennt vera efasemdaröddum í vil en engar ritrýndar greinar koma frá efasemdarmönnunum (the sceptics). Hann sagði að það væri ekki að furða að almenningur væri ráðvilltur um þessi mál.
Hann talaði í tæpa 2 klukkutíma fyrir fullu Háskólabíói. Bílaplanið fyrir utan Háskólabíó var stútfullt af jeppum þeirra sem komu til að hlusta á hann. Glitnir var styrktaraðilinn á fyrirlestrinum og Al Gore kom hingað í einkaþotu......
Ég velti því fyrir mér hvort umhverfismálin séu ekki dálítið eins og efnahagsmálin eru núna. Það hrópa allir "það verður einhver að gera eitthvað"!!!
Um leið og það kemur að því að við (ég og þú) þurfum að klípa eitthvað af okkar nútíma lífsgæðum, þá bendir hver á annann. Hvenær ætlar hinn vestræni alsnægtarfíkill að skilja að við getum ekki borðað meira en við brennum og að við getum ekki eytt meira en við öflum???
24.3.2008 | 11:50
Páskaprédikun biskups
Það var merkilegt að sjá uppröðun fréttatímanna á sjónvarpsstöðvunum í gærkvöldi þar sem fyrsta frétt í báðum tilvikum var af pólska glæpagenginu sem réðist á landa sína í Breiðholtinu. Næsta frétt á Rúv var af ræðu biskupsins okkar þar sem hann varaði við aukinni tortryggni og kynþáttafordómum. Þessi uppsetning var dálítið kaldhæðnisleg. Stöð 2 fjallaði um ræðu biskups aftar í fréttatímanum og var fyrirsögnin: sjálfselska og græðgi, en svo fjallað um að biskupinn hafi sagt að samfélag okkar væri undirlagt af eigingirni og sjálfselsku og upptekið af dýrkun græðgisfýsnar.
Ég er svosem sammála biskupinum um það að í samfélagi okkar er mikið af eigingirni og sjálfselsku... en hvort samfélagið sé undirlagt af því finnst mér full djúpt til orða tekið. Ég velti því fyrir mér hvort við séum ekki með frekar neikvæðan biskup sem mætti alveg vera umburðarlyndari og elskulegri....
Varðandi innflytjendamál held ég frekar að verið sé að fela vandann sem augljóslega er til staðar. Það er bara staðreynd að hlutfallslega hefur mikið af þeim innflytjendum sem hingað hafa komið lent upp á kant við íslensk lög og engum er greiði gerður með því að við höldum áfram að prédika um að við eigum ekki að ala á kynþáttafordómum. Þetta eru engir kynþáttafordómar heldur raunverulegur vandi sem samfélaginu okkar stafar hætta af.
Pólsk glæpagengi herja á aðra Pólverja hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2008 | 14:02
ókurteisi
Ég fer venjulega um miðjan dag að versla í matinn af því að ég get forðast örtröðina sem myndast seinnipart dags í flestum matvöruverslunum.
Í gær fór ég hins vegar kl. 17.30 sem er greinilega háannatími í Bónus í Hafnarfirði.
Í rólegheitunum var ég að skoða servíettur þegar ég finn að það er keyrt á mig með innkaupakerru. Mér brá dálítið og lít snöggt við. Þar var fullorðinn maður og átti ég von á því að hann segði afsakaðu eða eitthvað í þá áttina. Nei það var ekki aldeilis, heldur sagði hann: "ég þarf að komast fram hjá þér"... og hélt sína leið. Ég var svo gapandi hissa en tókst samt að stynja uppúr mér: "já en þá biður maður fólk að færa sig, maður keyrir ekki bara á það"! Þá sneri karlinn bara upp á sig og sagði: "ég meiddi þig nú ekkert" og við það var hann farinn.
Ég er enn gapandi!!!
18.3.2008 | 14:06
breytingar
í gær var ég bara að skrifa BA ritgerð sem venjulegur háskólanemi en í dag er ég verðandi verkefnisstjóri sem veit ekki hvenær hann/hún á að skrifa BA ritgerðina.....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.3.2008 | 11:12
klósettferðir
Ég hefði samt frekar haldið að þetta hefði verið karlmaður.
Klósettferðir karla eru ofar öllum mínum skilningi
Greri föst við klósettsetuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2008 | 16:34
unglingamál
Í gær sagði unglingsdóttir mín við mig þegar hún var nýkomin heim úr brúnkuspreyinu sem hún fékk leyfi til að fara í vegna fermingarinnar: mamma.... ég ætla samt ekki að verða svona skinka.....
HA?? SKINKA apaði ég hissa eftir henni?? Hvað er nú það??
Æ þú veist svona ljósabrún og appelsínugul stelpa með aflitað hár, stór brjóst og svartar augnabrúnir....