Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis

þessi hugmynd er ekki síður félagsleg eins og hún er efnahagsleg.  Þetta sagði mætur stjórnmálafræðiprófessor mér í dag og það finnst mér góð speki.


Íbúalýðræði - ráðstefna - rannsókn

Hvernig virkar lýðræðið í sveitarfélögunum?
Fulltrúalýðræði – stjórnmálaflokkar – hagsmunaaðilar – íbúar


Málþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands 16. maí kl. 14.00-ca. 16.00 í Háskólatorgi H.Í. stofu HT-105



Málþingið, sem er öllum opið endurgjaldslaust, markar upphaf þriggja ára þróunar- og rannsóknaverkefnis þessara aðila um íbúalýðræði.  Verkefnis sem ma. er styrkt af Landsbankanum og innlendum rannsóknasjóðum. Fjallað verður um það með hvaða hætti sveitarstjórnir á Íslandi haga samstarfi við ólíka aðila í samfélaginu. Tengsl sveitarfélaganna við stjórnmálaflokka eru augljóslega mikilvæg en þau eiga einnig í samstarfi við margháttaða aðra aðila, bæði félagasamtök, fyrirtæki og íbúahópa af ýmsu tagi. Hvernig samstarf af þessu tagi samrýmist hugmyndum um lýðræði er viðfangsefni rannsóknarverkefnisins.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á eftirfarandi hlekk: http://www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/lydraedi

Á málþinginu er  einkum leitað eftir reynslu sveitarstjórnarfólks og fólks sem hefur unnið náið með sveitarstjórnarfólki á þessu sviði: Fyrirlesarar verða þau Gunnar Helgi Kristinsson prófessor og stjórnandi verkefnisins, Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og alþingismaður, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík og formaður Skipulagsráðs, Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, Stefán Gíslason,verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi og Björg Ágústsdóttir, lögfræðingur og ráðgjafi hjá Alta.

Málþingsstjóri:  Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi sem situr í lýðræðisnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Dagskrá:
Inngangserindi: Gunnar Helgi Kristinsson: Lýðræði í sveitarfélögunum – hvað er það? Hvað er staðbundið lýðræði? Hvað er lýðræðislegt og hvað ekki? Hvaða myndir getur lýðræði tekið? Á lýðræði alltaf jafn vel við?

Stjórnmálaflokkarnir í sveitarfélögunum:
Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og alþingismaður:  Hverju breyta eins flokks meirihlutar?
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri: Staða bæjarstjóra og tengsl við stjórnmálaflokkana.

Áhrif, völd og hagsmunir:
Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík og formaður Skipulagsráðs: Hafa skipulögð samtök mikil áhrif á ákvarðanatöku sveitarfélaganna?
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi: Hvernig haga sveitarfélögin samstarfi sínu við fyrirtæki?

Rödd fólksins:
Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi: Samstarf sveitarfélaga við íbúa – er það mismunandi milli sveitarfélaga?
Björg Ágústsdóttir, lögfræðingur og ráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta: Samráð “eftir föngum” - Hver er reynslan af íbúaþingum?

Gestum verður boðið að þiggja léttar veitingar að ráðstefnu lokinni uppúr kl. 16.00.

 


Það er ekki neitt

Nýju sundlaugarmannvirkin í Hafnarfirði á Völlunum munu kosta helmingi meira en sundlaugarmannvirkin í Kópavogi. Það væri gaman ef einhver gæti farið nánar yfir þetta mál.  Mér sýnist þetta í fljótu bragði ekki vera svo frábrugðnar framkvæmdir.

Einn milljarður eða tveir.... hvað er það á milli vina..... 


mbl.is Kostnaður sundlaugar í Kópavogi 1 milljarður króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

Loksins ætlar einhver að taka þá umræðu fyrir alvöru að færa flutninga af landi út á sjó.  Ármann fær prik fyrir þetta.  Vegakerfið úti á landi er ekki í stakk búið fyrir þessa gríðarlegu þungaflutninga auk þess sem vegfarendur eru sums staðar í stórhættu að mæta þessum trukkum.  Ég hef keyrt á vestfjörðum og mætt trukki á fleigiferð með hnífbratta hlíðina niður að sjó við hlið mér og ég get upplýst að mér leið ekki vel.

Stóru ökutækin eru ekki bara að eyða vegakerfinu þau eru líka hættuleg mannslífum.  Ég vona að kostnaðar og ábatagreining sýni fram á það að það sé hagstæðara að færa flutningana aftur út á sjó og að í þeirri jöfnu verði umferðaröryggi almennings líka metið til fjár (fjárfúlgna).


mbl.is Strandsiglingar kall nútímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaðurinn hefst

Fjölskyldan fjárfesti í soda stream tæki í dag.  Mér finnst hafa verið slegnar margar flugur í einu höggi með þessari fjárfestingu.  Í fyrsta lagi sparast fjármunir, miklir fjármunir! því sódavatnið sem drukkið er á þessu heimili er engin hemja skal ég segja ykkur!!Blush

 Í öðru lagi finnst mér ég vera umhverfisvænni í dag en í gær þar sem nú þarf ég ekki að nota alla þessa brúsa sem fara svo í endurvinnsluna sem færir mig að þriðja laginu en það snýst um að ég þarf ekki lengur að rogast með alla þessa lítra af vatni í brúsunum heim í hverri viku úr búðinni. 

Þetta er stórkostlegur áfangiTounge  eða amk hænuskref.....Sleeping


Bankarnir

Nú segja spekingar að allt sé farið og á leið enn lengra fjandans til.  Gott og vel.  Maður verður víst bara að taka því sem komið er og koma skal.  Nema maður geti keypt sér eyðieyju og verið þar í friði eða sagt sig úr samfélaginu....

 Mér finnst nú eiginlega bara skrítnast að þetta ástand sé ekki skollið á fyrir lifandis löngu síðan.  Íslendingar hafa margir hverjir hagað sér eins og fáráðlingar haldandi það að hægt sé að eyða árslaununum 30-40 ár fram í tímann eins og staðan í dag breytist ekki öðruvísi en að batna.

 Það er eins og samfélagið hafi misst vitið og gleymt algerlega því sem raunverulega skiptir máli.

 Ábyrgð bankanna er mér hugleikin um þessar mundir.  Þeir bera sig margir hverjir illa núna og stundum fer umræðan út í það að ríkið eigi að kaupa bankana aftur eða kalla þá inn og þjóðnýta þá eða jafnvel að ríkið þurfi að koma til móts við þá með einhverjum hætti.  Bankarnir eru jú allir með ríkisábyrgð svo þetta er nú okkar sameiginlega mál þegar upp er staðið.   Annars ætla ég ekki að þykjast vita allt um þetta, því fer fjarri.

Ég er til hægri í pólitík sem þýðir það t.d. að ég aðhyllist einkaframtak umfram ríkisrekstur og að lögmál markaðarins eigi að ráða.  Það er hins vegar langur vegur í það að ég aðhyllist einhvers konar frjálshyggju, ég hef nú eiginlega andúð á henni í sinni hreinustu mynd.   Það má kannski kalla mig íhaldssaman kapítalista.

Þróunin sem hefur verið á íslenskum fjármálamörkuðum undanfarin ár hefur verið frekar skrítin rússíbanareið fyrir venjulegt fólk.  Þegar rússíbanareiðin hófst var ég nýflutt heim úr Danaveldi þar sem dálítið önnur hugsun ríkir.

Þar fær maður ekki lánaðan pening í bankanum nema tiltaka hvenær maður ætlar að borga hann til baka og þetta gildir líka um yfirdráttarheimildir.  Þá þýðir heldur ekkert að koma með óraunhæfar áætlanir um endurgreiðslugetu sína því bankinn biður þig að taka saman hvað þú ert með í laun og hvað þú þarft að borga í húsnæði, bíl, samgöngur, föt, skemmtanir, síma, ferðalög osfrv. osfrv.  Það lá við að þeir vildu vita hvað ég héldi mörg matarboð á mánuði og hvaða skónúmer ég nota.  

Fyrst fannst mér þetta frekar klikkað en eftir á að hyggja er ekkert siðferði í því að lána fólki pening sem alveg er vitað að getur ekki borgað hann til baka.  Á Íslandi er lánum dinglað framan í fólk og látið líta svo út að um kostaboð sé að ræða og að hlutirnir sem þú getur fengið á þessum kostakjörum séu þér alveg bráðnauðsynlegir fyrir þig. 

Mér finnst mest heillandi tilhugsun um skynsaman almenning sem eyðir ekki umfram það sem hann þénar og hefur frelsi til að taka lán á sínum forsendum þegar hann þarf á að halda.   Ég er bara ekki viss um að Íslendingar hafi þroska til þess.  Því miður.  Þarna held ég að rót efnahagsvandans liggi sem við stöndum frammi fyrir nú.

Bankarnir okkar eru orðnar siðlausar gróðavélar sem bjóða okkur himinhá þjónustgjöld og heimsins hæstu vexti.  Eina vopnið gegn þessu er skynsamur almenningur.

Neyslubrjálæðinu verður að ljúka.Smile


Karlarnir ræða loftslagsmál en konurnar tísku.....

Ég veit ekki af hverju þetta kemur mér á óvart en einhverra hluta vegna gerir það það.  Af hverju hafa konurnar ekki áhuga á loftslagsmálum og karlarnir á hönnun?  Er verið að nýta tímann?  Kannski er ekki hægt ætlast til þess að frúr þjóðhöfðingja hafi áhuga á stærsta viðfangsefni jarðarbúa....  


mbl.is Friðrik og Mary á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgöngumál

Eitt af því sem ég reiti hár mitt reglulega yfir eru samgöngumál.  Ég legg mig fram um það að skipuleggja daginn minn út frá því að losna við umferð.   Mér finnst tíma, sem fer í að sitja í umferð, mjög illa varið.  Kostnaðurinn við að sitja í umferðinni er ekki bara talinn í klukkutímum heldur líka í krónum og mengun.  Ég myndi auk þess heldur vilja truntast í almenningssamgöngum sem væru þannig að ég gæti lesið á meðan ég ferðast frekar en að horfa á rassinn á næsta bíl.  Almenningssamgöngur á Íslandi eru bara ekki boðlegar.  Að mínu mati felst það að stórum hluta í því hvað illa er búið að hjólreiðafólki á Íslandi í dag auk þess sem strætó situr í sömu umferð og við hin.  Ef ég gæti hjólað að strætisvagnastoppistöðinni og geymt hjólið mitt þar, með einhverju góðu móti, myndi ég glöð gera það og ef þetta tæki mig ekki 2x lengri tíma en það tekur mig að truntast þessa leið á einkabílnum myndi ég ekki hika við þetta. 

Langbesta staðan væri auðvitað sú að stjórnvöld vildu horfa til langs tíma í þessum málaflokki og koma á alvöru samgöngukerfi, léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu og til Keflavíkur þar sem mér finnst innanlandsflugið eiga að eiga heima.

Það sem vakti hins vegar upp hjá mér ástæðuna til að skrifa þessar línur er sú að Garðbæingar eru orðnir svo leiðir á ástandinu í samgöngumálum um bæinn sinn að þeir buðu Samgönguráðherra í heimsókn til sín til þess að skoða umferðarhnútana í bænum. Lesa má um það hér.

Mér finnst í fyrsta lagi að Hafnfirðingar hefðu átt að vera búnir að bjóða samgönguráðherra í heimsókn fyrir 2 árum síðan og skil ekkert í sofandahætti bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í samgöngumálum, ráðherra málaflokksins er nú einu sinni í sama flokki og meirihlutinn í Hafnarfirði.

Í öðru lagi finnst mér Garðbæingar dálítið tvöfaldir í roðinu í þessum málum því á meðan þeir kvarta yfir umferðinni úr Hafnarfirði þá skilst mér að það strandi á kröfum þeirra sjálfra um að "fela" umferðina í stokkum í gegn um Garðabæinn.  Það virðist nefninlega vera þannig að Garðbæingar vilja ekki sjá neina bíla og eru að reisa sér múr í kring um bæinn.  Þeir eru greinilega of fínir fyrir annarra manna umferð þarna í Garðabænum en vilja ólmir komast út úr bænum sínum engu að síður...

 


Yndisleg Akureyri

Fjölskyldan skrapp norður yfir heiðar sl. helgi.  Ég ætla að sleppa því að monta mig af veðrinu sem við fengum því það mun bara hljóma eins og lygasaga.

Við hittum frábært fólk á Akureyri og þökkum kærlega fyrir okkur Ingvar, Fjóla og börn og Guðmundur og Margrét.  Við vorum svo heppin að vera boðið í vinnustofu/verslun Margrétar sem er kona Guðmundar vinar míns og skólafélaga, en hún og systir hennar eru frábærar listakonur. Ég stenst ég ekki mátið að setja hér link á heimasíður þeirra.  Hér er síða Margrétar sem hefur aðsetur á Akureyri og hér er síða Maríu systur hennar sem ég hef reyndar aldrei hitt, bara séð nokkrar myndir eftir hana.  Hún býr rétt hjá Flórens á Ítalíu en nokkrar af myndum hennar eru í vinnstofu/verslun Margrétar.

Annars tók bóndinn minn þátt í þrekmeistaranum á laugardaginn og var það svona megin ástæðan fyrir ferðinni auk þess sem við erum farin að fara árlega til Akureyrar á skíði en að þessu sinni  við hreint ótrúlegar aðstæður, aftur ætla ég að sleppa öllum lýsingum sem munu bara hljóma eins og lygi/mont.......Whistling

akureyri 022

akureyri 006


BA námi að ljúka

Þá er síðustu kennslustund minni í Háskóla Íslands í BA náminu lokið.  Eftir eru tvö, 50% próf og 2 ritgerðir, önnur 15 blaðsíður en hin, sjálf BA ritgerðin ca. 40 blaðsíður. 

Ég er sem áður segir búin að ráða mig í vinnu næstu 2 árin sem verkefnisstjóra rannsóknar um íbúalýðræði sem Gunnar Helgi prófessor stýrir.  Það vill svo til að BA ritgerðin mín er um sama efni og rannsóknin fjallar um svo þetta fer vel saman.  Ég verð því hér í Háskóla Íslands amk næstu 2 árin og jafnvel lengur ef ég ákveð að taka MPA námið sem ég er að velta fyrir mér.  Af því að ég réði mig í vinnu frestast útskriftin mín lítillega en reiknað er með mikilli hátíð í október hið síðasta.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband