25.10.2007 | 10:57
Hégóma kvenna engin takmörk sett
Þetta finnst mér hlægilegt en um leið dapurt. Hvað í veröldinni fær konur til að kaupa krem fyrir45.500?? Er þetta ekki einmitt til vitnis um brenglað verðmætamat margra Íslendinga?
Nokkrum sinnum hef ég dottið í það að horfa á þáttinn How to look good naked og finnst hann sniðugur. Þær konur sem eru í þeim þáttum eru með "nokkur" aukakíló og eru niðurbrotnar yfir því hversu ómögulegar þær eru. Þær hafa vanið sig á það að klæða sig í flíkur sem líkjast frekar pollagöllum en kvenfatnaði. Þær eru líka flestar orðnar ófærar að hátta sig fyrir framan eiginmenn sína hvað þá nokkurn annann. Allavega, þá var gerð tilraun í þessum þætti með selló krem og voru 100 konur beðnar um að taka þátt. 4 hópar með 25 konum hver, fengu úthlutað kremi sem þær vissu ekki hvað var, í hvítum krukkum. Verðmunurinn var mjög mikill og var næst dýrasta kremið úrskurðað verst, dýrasta kremið næstverst, ódýrasta kremið var næstbest og næst ódýrasta kremið var best.
Mér finnst ég oft hafa séð svona niðurstöður. En ég vona að konurnar sem keyptu krukkuna á 45.500 krónur séu mjög hamingjusamar og sætar.... Margur verður af aurum api.
Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ertu svo að blogga án þess að ég viti af því
Varðandi kremin - þá hélt ég að það væri verið að gera grín...
Arna Lára Jónsdóttir, 31.10.2007 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.