Fjarðarpósturinn

Ég er dyggur lesandi Fjarðarpóstsins.  Í blaði þessarar viku sem var að koma út er sérstaklega tvennt sem ég er ánægð með.   Það má lesa Hér.  Annarsvegar er ég sammála leiðara blaðsins með það að Hafnarfjörður ætti að bjóða bæjarbúum upp á betri aðstöðu til vetraríþrótta.  Skautasvell er í umræðunni en ég held líka að tjarnirnar í bænum hljóti að vera fínustu skautasvell þegar þær frjósa, því er þó ekkert sinnt sérstaklega hér.  Einnig væri frábært að setja upp litla skíðalyftu í einhverri brekkunni hér í bænum eins og gert er í Ártúnsbrekkunni og í Breiðholtinu.  Þangað hef ég verið að fara með yngri skvísuna mína til að leyfa henni að æfa sig á skíðum og er það frábærlega sniðugt og skemmtilegt (og auðvelt).

Þegar við fórum á skíði í Bláfjöllum þar síðustu helgi lentum við í því að vera hálfnuð uppeftir á krísuvíkurleiðinni þegar við komumst að því að það var ófært af því það hafði ekki verið mokað þangað.  Það varð til þess að við þurftum að snúa við og fara hinn hringinn, þetta ferðalag tók okkur rúman klukkutíma sem annars tekur hálftíma.

Hitt sem ég varð ánægð með í Fjarðarpóstinum var að sjá auglýsingu frá Hafnarfjarðarbæ um öskudagsskemmtun í bænum í ár.  Skemmtunin verður úti, á Thorsplani, vegleg skemmtiatriði verða í boði fyrir krakkana (Hara systur og diskótek), opið hús verður í Rauða kross salnum við hliðina á planinu og boðið upp á kakó og vöfflur fyrir krakkana.  Mér finnst líka sniðugt að hafa öskupokakeppni þannig að siðurinn að sauma öskupoka deyji ekki alveg út.  Þetta finnst mér frábært framtak hjá Hafnarfjarðarbæ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband