Fæðuöryggi

Þetta hlýtur að vera nýyrði í íslenskuWhistling  Þetta er ábyggilega nýtt hugtak í umræðunni um öryggismál á Íslandi.  Að minnsta kosti hef ég ekki heyrt talað um fæðuöryggi áður.

Mér finnst svosem virðingarvert að fara með umræðu um íslenskan landbúnað á annað plan en hann hefur verið á.  Íslenskur almenningur vill ódýrari matvæli og íslenskir bændur skrimta.  Þó að við séum með dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi virðist enginn græða á því, nema kannski milliliðurinn.  Í mínum huga er eitthvað bogið við þetta fyrirkomulag.

Íslenskur landbúnaður er í toppklassa, á því leikur enginn vafi.  Hann stendur hins vegar engann veginn undir sér og bændur kvarta sáran.  Fé er bókstaflega ausið inn í landbúnaðarkerfið frá hinu opinbera og íslenskur almenningur borgar auk þess hæsta verðið fyrir matvæli í heiminum. 

Ég verð þó að viðurkenna að þrátt fyrir gæðin í framleiðslunni á Íslandi er afraksturinn oft á tíðum ekkert spes.  Ég myndi t.d. velja ítalskt salami, svissneska osta og þýska skinku umfram íslenskt á hverjum degi ef ég gæti.

Við búum á mörkum hins byggilega heims.  Ég hef aldrei skilið af hverju við erum að rembast við að framleiða flestar tegundir af grænmeti og allar tegundir af kjöti hér uppi á norðurslóðum.  Það eru einfaldlega aðrir miklu betri í því en við.  Íslenska lambakjötið er þó afburðavara sem mér finnst vert að halda í, en mín vegna mætti skrúfa niður í þessu öllu og byrja að kaupa sólbakaða tómata og gúrkur frá Afríku eða Spáni allt árið um kring.

Er raunveruleg hætta á því að samgöngur, til og frá Íslandi, á 21. öldinni leggist af?  Er fæðuöryggi þjóðarinnar raunverulegt viðfangsefni?  Mér finnst mjög skrítin rök sem segja mér að halda úti dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi sem skilar lélegum árangri ef það skyldi einhverntíman fara svo að allar samgöngur leggist skyndilega af.....


mbl.is Hlutverk landbúnaðar í fæðuöryggi þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Innflutningur á sólbökuðum tómötum og gúrkum frá Afríku er tollalaus og frjáls árið um kring. Verði þér að góðu

Erna Bjarnadóttir, 2.3.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Kári Gautason

"Er raunveruleg hætta á því að samgöngur, til og frá Íslandi, á 21. öldinni leggist af?  Er fæðuöryggi þjóðarinnar raunverulegt viðfangsefni?"

Það þarf ekkert að koma til þess að samgöngur rofni til þess að fæðuöryggi þjóðarinnar fari forgörðum. Til þess er nóg að komi einn hressilegur uppskerubrestur. Kornbirgðir í heiminum eru með lægsta móti, þær hafa ekki verið lægri í BNA síðan á áttunda áratugnum þegar Sovétríkinn keyptu meiripart uppskerunnar. Indland, næst stærsti kornframleiðandi í veröldinni hóf að kaupa korn árið 2006 (5,5 milljón tonn árið 2006 og 1,8 milljón tonn árið 2007) 

Styrjaldarástand einhversstaðar í heiminum væri líka nóg til að setja hlutina hressilega úr skorðum. Segjum t.d. að það kæmi til mikillar spennu milli Indlands og Kína vegna vatnsbúskapar einhverntíman á 21stu öldinni, þá myndi flæði matvæla til og frá þeim löndum raskast gífurlega. 

Þannig að ég held nú að fæðuöryggi sé nú eitthvað sem vissara er að hafa á hreinu. Það er töluverð einföldun að afskrifa þetta bara og treysta á að markaðurinn reddi þessu ;)

Kári Gautason, 2.3.2008 kl. 21:39

3 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Erna: takk en er þá ekki bara óþarfi að vera að bauka við að framleiða ríkisstyrkta, rándýra gróðurhúsatóma og gúrkur hér á landi? En hvað með kjötið?  Það er aldeilis ekki toll og vörugjaldafrjálst!

Kári: landbúnaðarkerfið okkar leysir ekki þau vandamál sem þú nefnir og við erum engu bættari hér á fróni eftir sem áður.    Ég vil ekki láta hræða mig með slíkum dómsdagsspám til þess að halda úti dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 3.3.2008 kl. 00:56

4 Smámynd: Kári Gautason

Ertu að grínast? Heldurðu að það væri ekki betra fyrir okkur að hafa eigin matvælaframleiðslu ef eitthvað fer úrskeiðis?

Þetta er svona eins og að segja að maður nenni ekkert að vera með öryggisbelti, alltof dýrt og mikið vesen og maður geti ekkert komið í veg fyrir bílslysið hvort sem er... 

Kári Gautason, 3.3.2008 kl. 08:59

5 identicon

Matvælaöryggi og hungursneið!!!!!, þetta er bara hræðsluáróður með von um að halda öllum styrkjum og bæta fleirum við.....þetta er orðið hlægilegt að verða vitni af þessu.

nonni (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 13:33

6 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Nei Kári ég er ekki að grínast.  Ég er ekki að leggja til að við eigum að leggja niður matvælaframleiðslu.  Fiskveiðar og lambakjöt er fínn bissness Við eigum bara að framleiða það sem við erum betri í en aðrir og getur verið hagkvæmt fyrir okkur.  Ekki ausa peningum í að framleiða hráefni sem aðrir gera ódýrar og eru miklu betri í en við.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 3.3.2008 kl. 14:16

7 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Ég legg til að loksins þegar markaðsaðstæður (matarskortur) erlendis verða þannig að íslenskir bændur fá sæmilegt verð fyrir framleiðslu sína, þá leggjum við sérstakan útflutningsskatt á kjöt og fisk, á meðan við söfnum birgðum. Sérstök birgðastöð getur verið í Þjóðgarðinum Vatnajökli. Það er klárt mál að það er betra að vera með öryggisbelti og axlabönd þegar um ,,markaðinn" er að ræða.

Byggjum fleiri gróðurhús, veitum sérstökum styrkjum til hrísgrjónaræktar og stofnum sérstaka nefnd til að athuga möguleika ananasræktar á Íslandi. Það er hægt að flytja þetta allt fram og aftur með lestunum hans Dags Bé.

Örvar Már Marteinsson, 3.3.2008 kl. 18:21

8 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Hvers vegna er skór og fatnaður Dýrari en landbúnaðarvörur, ekki er um ferskvöru að ræða og ekki eru það tollarnir. Íslenska ríkið fer með 2% af fjármagni sínu í landbúnað en Evrópusambandið 62% Íslendingar eyða 5% af ráðstöfunartekjum sínum íslenskar landbúnaðarvörur sem 4 minnsta innan OECD. Því miður eru matvælafjöllin uppurin og verðið er að hækka gífurlega. Hérna er verðþróunin á hveiti

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 3.3.2008 kl. 19:55

9 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Til að rétt sé rétt þá eyðir meðal Jónin 12% af ráðstöfunartekjum í mat sem er það fjórða minnsta innan OECD en þar af eyðir hann  5% í íslenskar landbúnaðarvörur

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 3.3.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband