vorið er komið

Mér sýnist bloggheimar verði bara að fara að víkja fyrir öðrum áhugamálum þessa dagana.  Ætla að taka mér hlé amk eitthvað fram á sumar. 

Prófin eru búin og komnar glimrandi fínar einkunnir sem þýða að ég útskrifast með fyrstu einkunn úr Háskóla Íslands í okt. nk.  Öllum kúrsum námsins er lokið og skrifa ég núna BA ritgerðina mína.  Ég er byrjuð að vinna allann daginn og gengur það framar öllum vonum.  Það er lúxus á þessum síðustu og verstu tímum að fá vinnu við það sem manni finnst skemmtilegast með fólki sem er fremst á því sviði.  Ég get ekki annað en verið sátt.

 Það er þó ekki laust við að ég þrái sumarfrí sem ég fæ loksins í sumar eftir 2 ára samfellda skóla- og vinnutörn.  Fjölskyldan ætlar til Tenerife auk þess sem farnar verða ýmsar styttri ferðir í yndislegri íslenskri náttúru. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband