10.6.2008 | 17:27
Ekki fór hann nú langt blessaður
Þá getur Hr. Ólafur F. Magnússon ekki montað sig af því lengur að hafa sig hvergi hreyft á kostnað borgarbúa. Ég hef verið að rembast við að gefa honum séns sem borgarstjóra en það er sama hvað ég reyni..... þetta er bara ekki að gera sig!
Þegar rökstuðningur á ráðningu Jakobs Frímans var allt í einu komin út í það að það væri sko ekki hægt að draga heiðarleika borgarstjórans í efa, af því að t.d. hefðu allir hinir borgarfulltrúarnir kostað borgarbúa miklu meiri fjárhæðir í ferðakostnaði en hann sjálfur, var mér nóg boðið.
Þessi málefnalegi rökstuðningur endaði í andlitinu á honum sjálfum því það er bara ekkert smart að afla sér ekki þekkingar og samanburðar á erlendri grundu, starfa sinna vegna. Þetta voru frekar rök með því að hann hefði vanrækt hlutverk sitt sem borgarfulltrúi Reykvíkinga.
Ég hlakka til að fá Hönnu Birnu sem borgarstjóra í Reykjavík. Ég hef mikið álit á Hönnu Birnu og veit að hún mun heilla borgarbúa upp úr skónum þegar hún tekur við.
Borgarstjóri í Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fæ alveg gubbuna bara af því að horfa á hana.....
Sigga Lísa (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.