BA ritgerð skilað

Þá er ritgerðinni lokið og ég búin að ljúka námi mínu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.  Útskriftin er 25. október nk. og mun ég útskrifast með fyrstu einkunn. Ég get ekki annað en verið dálítið montin af sjálfri mér enda gerði ég mitt besta og meira getur maður víst ekki beðið um.

Ritgerðin heitir: Beint lýðræði á Íslandi?  Almennar atkvæðagreiðslur. 

Ég er mjög ánægð með útkomu ritgerðarinnar, ég er búin að ganga með hana í maganum núna í tæpt ár og held ég að mér hafi tekist að gera viðfangsefninu góð skil. 

Nú tekur við að vinna BARA frá 9-5 á daginn og ég má ráða því sjálf hvað ég geri á kvöldin og um helgar. Það verður frekar ánægjuleg tilbreyting og hlakka ég mikið til að geta sinnt heimilinu mínu og börnunum og svo ég tala nú ekki um að ég er ekki að fara í próf fyrir jólin!!!

Ég get bakað og skreytt og dundað mér og kannski skrifa ég meira að segja jólakort, ef ég verð í stuðiCool

Samt hef ég nú lúmskan grun um að ég verði komin í nám aftur fljótlega og er mjög spennt fyrir MPA náminu hér við skólann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Til hamingju með þetta! Glæsilegur árangur alveg hreint!!!!

Vera Knútsdóttir, 15.9.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

takk Vera, ég er alveg að fara að svara klukkinu þínu  ég er að safna skriforku eftir maraþon næturinnar

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 15.9.2008 kl. 15:47

3 identicon

Til hamingju, frábært!!!

Sigga Lísa (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 20:04

4 identicon

Til hamingju mín kæra!!! Frábær árangur hjá þér, þú ert snillingur!!!!!!!

Margrét Elsa Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 22:45

5 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Til hamingju. Frábært hjá þér.

Örvar Már Marteinsson, 16.9.2008 kl. 09:06

6 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

takk krakkar mínir

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 16.9.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband