Af hverju?

Það hefði mátt vinna þessa frétt lengra.

Það alversta og vitlausasta í núverandi ástandi er að draga saman framkvæmdir.

Þetta hefur gríðarlega keðjuverkandi áhrif út í samfélagið.  Ég myndi vilja vita af hverju framkvæmdum er frestað þrátt fyrir trausta fjárhagsstöðu og miklu meiri umfjöllun um áhrif "ástandsins" á sveitarfélögin.


mbl.is Skólabyggingum frestað í Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Furðulegt mál.

Villi Asgeirsson, 10.11.2008 kl. 09:00

2 identicon

Getur verið að fáir hafi flutt í hverfin og því engin forsenda fyrir þessum skólum að svo komnu máli? Ef menn á annað borð aðhyllast auknar framkvæmdir ríkisvaldsins í kreppu, þá væri peningunum væntanlega skynsamlegar varið í eitthvað annað en að byggja verðandi tóma skóla.

Haukur (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 10:54

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Kannski það, en það hefði þá mátt fylgja fréttinni.

Villi Asgeirsson, 10.11.2008 kl. 10:58

4 identicon

Jaa 100 barna leikskóli í hálftómu hverfi (Akrahverfi) er nú bara ekkert svo skynsamlegt. Sérstaklega ekki þegar nægt pláss er í öðrum leikskólum bæjarins. Og þar sem maður gerir ráð fyrir að eitthvað hægist á uppbyggingu í Urriðaholti er það svo sem heldur ekkert skrýtin ákvörðun. Samt fegin að þeir ætla að halda áfram með Sjálandsskóla því að það er mjög mikil þörf fyrir það.

Alveg sammála þér með að ekki megi hætta við allar framkvæmdir en það má nú samt alveg forgangsraða og sýna skynsemi :)

Bestu kveðjur - Perla

Perla Leifsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 11:28

5 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

jú líklega eru breyttar forsendur vegna bygginga skóla- og leikskólahúsnæðis í hverfum þar sem verið er að skila inn lóðum.  Það hefði mátt koma fram í fréttinni.  Best væri þó ef framkvæmdir myndu færast milli málaflokka en ekki frestast.  Ef það liggur ekki mest á þessu þá mætti skoða að fara í eitthvað annað á meðan.  Það þarf að örva atvinnulífið og spýta í framkvæmdir frekar en að fresta þeim. 

Ef þetta er Perla gamla skólasystir mín er henni sérstaklega fagnað hér

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 11.11.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband