Of geyst farið

Það liggur fyrir að fjárhagsstaða Hafnarfjarðarbæjar er verulega slæm. 

Fjármál íþróttafélagsins Hauka eru í uppnámi og gæti það mál farið illa fyrir félagið. 

Kaplakriki er sundurgrafinn og ljóst að framkvæmdir þær sem hálfnaðar eru þar, munu stöðvast.  Verst er þó ef bílastæði og aðgengi að krikanum kemst ekki í lag því börnin okkar eru að þvælast langar leiðir í kring um húsið til að komast inn í það og svo virðist sem hætta geti skapast af þessu ástandi.

Manni finnst hæpið ef á að halda úti sundlaugarþjónustu í 3 sundlaugum í Hafnarfirði á þessum tímum en sundlaugarmannvirkið nýja á völlunum er gríðar stór biti fyrir sveitarfélagið.

Lögbundnar niðurgreiðslur sveitarfélagsins vegna skólaferðalaga virðast farnar fyrir lítið auk þess sem ýmislegt fleira er í uppnámi.

Staða sveitarfélaganna sem hafa vaxið hvað mest í góðærinu og voru á fullu gasi áfram þegar efnahagshrunið varð, munu að öllum líkindum verða mjög slæm. 

Lánið sem Hafnarfjörður er að taka núna er á skelfilegum kjörum, verðtryggt, veðtryggt og með háum vöxtum.  Svona lánveitingar til sveitarfélaga hafa varla tíðkast áður.


mbl.is Hafnarfjörður tekur 400 milljón króna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband